21.5.2010 | 22:37
Er maðurinn enn að grínast, eða hefur hann ekki hugmynd um hvað blaðamaðurinn er að spyrja hann um??
Mér er ekki hlátur í huga þó svo margur haldi að þetta sé svakafyndið hjá Jóni Gnarr, hann tekur ýmist einn eða annann pól í hæðina þegar spurður um fjármál borgarinnar og virðist ekkert vita hvað hann eigi að segja, annað en að vera fyndinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er betra að vera fyndinn, en aumingi sem svíkur allt eins og fjórflokkshelvítið.
Hamarinn, 21.5.2010 kl. 22:54
Æ, (og þá meina ég ekki x æ ) er ekki skrýtið hvernig þið talið um flokkana sem þið hafið alist upp með og kosið allt ykkar líf, og þrátt fyrir mikla endurnýjun í sumum flokkanna heyrir maður allt í einu þetta: "fjórflokkshelvítið" og þar fram eftir götunum, bara vegna þess að fram er komin hægrisinnaður öfgaflokkur sem hefur það sem dæmi á stefnuskrá sinni að redda aumingum eða „Ábyrgð og ráðdeild. Við ætlum að spara eins og íslenskar mæður hafa gert í gegnum aldirnar án þess að vera vondar við börnin sín."
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 23:12
Hvaða endurnýjun? Skipt um menn sama helstefnan. Þessu liði er ekki treystandi. Þessir flokkar eru handónýtir.
Hamarinn, 21.5.2010 kl. 23:17
Góð færsla hjá þér Guðmundur og svarið nr. 2 alveg afbragð. Þetta er einhver einkennilegasti hugsunarháttur sem maður hefur orðið var við, þ.e. þessi einkennilega hjarðhegðun og afneitun á öllu sem þessir kjósendur hafa gert fram til þessa í lífinu.
Nú, allt í einu, eru allir flokkar sem þetta fólk hefur kosið orðið að bófaflokkum, sem menn þykjast vera að yfirgefa með látum og stóryrðum. Allir, sem ekki fylgja hjörðinni í gönuhlaupinu, eru á sama hátt stimplaðir hálfvitar og hreinræktaðir glæpamenn.
En þetta er allt saman afar fróðleg sálfræðistúdía, þ.e. hjarðhegðunin og orðbragðið sem notað er á samborgarana.
Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2010 kl. 23:47
Þakka þér, þetta er farið að minna mig illilega á mynd sem ég sá um daginn í sjónvarpinu og hét "Invasion" og er endugerð myndar sem hét "Invasion of the body snatchers" eða eitthvað álíka, þar sem veira náði undirtökum á fólki með þeim ósköpum að allir urðu að vera eins og þeir, sjálfið í þeim varð eitt og nýr heimur átti að rísa úr rótum þess gamla þar sem allir voru undirlagðir sömu grunnhugsun, eða eitthvað þannig!! haha
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 00:06
Eigum við ekki að kjósa elskulegan sjálfstæðisflokkinn, sem hafði það markmið að selja orkulindirnar vinum sínum. Það er nú aldeilis fínn flokkur.
Hamarinn, 22.5.2010 kl. 00:18
Það er þitt mál hvað þú kýst, en er það hann sem er að selja Magma energy orkuveitu okkar í dag?? Nei
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 00:23
Þetta er ein sögufölsunin hjá Hamrinum. Það voru nefninlega svokallaðir sexmenningar sem komu í veg fyrir söluna til REI á sínum tíma. Þeir voru úr Sjálfstæðisflokki, rétt svona til uprifjunar. Það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðisflokks vegna málsins, en Samfylking og Framsókn studdu málið mjög eindregið.
Gamla reglan er hér höfð í hávegum hjá Hamrinum: Þegar sama lygin er sögð nógu oft, fer fólk að trúa því að um sannleika sé að ræða.
Axel Jóhann Axelsson, 22.5.2010 kl. 00:58
Það skiptir ekki hverjir eru á lista hjá fjórflokknum, það eru alltaf eigendafélögin sem stjórna fjórflokkunum. Þeir sem eru kjörnir eru í langflestum tilvikum strengjabrúður eigendafélaga sinna, það er sorglegt. Að minnstakosti verður bulli findið með x-æ.
Bjöggi (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 15:06
Komið þið sælir; Guðmundur, sem og aðrir, hér á síðu hans !
Guðmundur síðuhafi !
Það er dapurlegt að sjá; að þú skulir vera, á sömu breiddargráðum spillingar og hroka, sem hinn rökheldi Axel Jóhann Axelsson, hefir marg sannað sig í, að vera.
Það er viss óhugnaður; sem umlykur árur ykkar, sem eruð TRÚAÐRI, en sjálfir Múllahrnir og aðrir áþekkir, í Austurlöndum nær - sem víðar, þeir, á sinn fagnaðar boðskap - þið; á samfélagsdreggjar flokkanna 4ra, og þann viðbjóð, sem þeir skilja eftir sig.
Jafnvel; framboð úr dýraríkinu, væri virðingarverðara, en ömurleiki B - D - S og V lista, þér að segja, Guðmundur minn.
Hvað; Jón Gnarr, og hans fólk áhræir, getur það ekki valdið meiri spjöllum, þér; sem og sveitungum þínum syðra, en liðleskjurnar og prívat potararnir, úr flokka ræksnunum 4.
Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 18:11
Takk fyrir þetta Óskar, ég myndi ekki vera að blanda áru okkar inn í þessa umræðu þar sem það er alls ekki við hæfi og þú hefur ekkert fyrir þér til að spá í mína, hreint og beint er þetta illa sagt af þér!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 18:49
Komið þið sælir; á ný !
Guðmundur !
Auðvitað; fór ég offari þar - að nefna árur manna, í þessu samhengi.
Ég vil; biðja þig, sem aðra, innilega afsökunar, á því frumhlaupi mínu, þó annað standi.
Með beztu kveðjum; að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 21:31
Þakka þér þetta Óskar, og lifðu heill.
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.