12.5.2010 | 19:17
Átök inni í héraðsdómi
Ég skil ekki af hverju þetta er einfaldlega ekki látið ótalið, það er, að þessir mótmælendur frá þvi í búsáhaldabyltingunni sem í hitaþrungnum leik augnabliksins, skuli ekki einfaldlega látnir sæta vægri samfélagslegri refsingu án kostnaðarsamra réttarhalda og yrðum við þá laus við þetta vesen sem nú kollríður öllu, og getur einnig stigmagnast aftur.
Átök í héraðsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sætta þessir sakborningar sig alls ekki við
þeir ætlast til að þeirra "mannréttindi" séu ofar allra annarra
Hver veit (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 19:37
Auk þess sem það þurfa að fara fram réttarhöld um slíkt, en það vilja þessi fífl ekki að gerist, enda vilja þau aldrei þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna og þykjast sjá brotið á sér hvar sem er.
Mannréttindi eru þeim óskaplega hugleikin, en þegar þau brjóta á öðrum, þá eru mannréttindi frávíkjanleg.
Gummi (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 19:45
Dómarinn hefur líklega tækifæri til að dæma skilorðsbundið eða til samfélagsþjónustu þegar dómur fellur. Mér finnst samt alls ekki hægt að sýkna eða fella niður dóm yfir þessu fólki eingöngu á þeim forsendum að þetta hafi verið friðsöm mótmæli eða að þetta sé hluti búsáhaldabyltingarinnar.
Það er varasamt að sýkna fólk fyrir skrílslæti og yfirgang/ofbeldi. Þannig fordæmi væri hættuleg hvatning til þeirra sem virðast halda að þeir geti gert hvað sem er undir merkjum "friðsamlegra" mótmæla, sem eru svo þegar á hólminn er komið allt annað en friðsamleg.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 19:47
Við megum ekki gleyma því að það voru engir venjulegir tímar í gangi þessa dagana, menn voru reiðir og sárir og auðvitað gengu sumir og langt, en ég tel samt að hægt sé að líta fram hjá þessu á þann hátt að allir séu sáttir!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:00
Það mun enginn sátt verða í samfélaginu nema þetta fólk sé dæmt samkvæmt lögum. Það er enginn undanskilinn lögum. Sama hvort menn séu reiðir, sárir, pirraðir, séu að mótmæla, eða séu ósammála einhverju.
Dengsi (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:43
Sammála Dengsa. Það sendir fáránleg skilaboð að sýkna menn út af því einu að það voru ekki venjulegir tímar. Við erum einmitt að reyna að fá bankastjórnendur dæmda fyrir það sem flestir bankastjórnendur voru að gera á á óvenjulegum tímum, þ.e.a.s. svindla og stela.
Varla myndum við sætta okkur við sýknu þeirra af því að "tímarnir hefðu bara verið svona" og "allir voru að gera þetta".
Sorry, en það þarf að framfylgja lögum, annað býður upp á stærri vandamál.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:13
Mér finnst með ólíkindum hve harða afstöðu þið takið gegn því fólki sem hvað harðast barðist fyrir því óréttlæti sem í uppsiglingu var, og er í raun það fólk sem fékk þessu öllu framgengt, að rúlla þessari spillingarumræðu af stað!! og er í dag nú döpur staðreynd! þið ættuð að hugsa ykkar gang aðeins betur!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:54
Þessi litli hópur sem fór langt yfir strikið er ekki sá sem barðist fyrir mig, heldur sá risastóri hópur almennings sem mótmælti dögum og vikum saman þangað til að stjórnmálamenn sáu að sér.
Sá litli hópur sem réðist á lögreglumenn í búsáhaldabyltingunni barðist ekki heldur fyrir mig og ég þarf ekkert að hugsa minn gang betur, ég er einfaldlega mjög ósammála því að þeir ákærðu séu bara "mjög duglegir" mótmælendur sem gerðu nákvæmlega ekkert af sér.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:44
Magnús Ó segir
"Dómarinn hefur líklega tækifæri til að dæma skilorðsbundið eða til samfélagsþjónustu þegar dómur fellur. "
Nei, það hefur hann ekki. Refsiramminn fyrir brotið sem ákært er fyrir býður upp á 1-16 ár í fangelsi óskilorðsbundið. Þessi ákæra er gjörsamlega fáránleg og úr öllum takti við það sem gerðist á þingpöllunum, Ég vil minna á það að þegar EES-samningurinn var formlega samþykktur á Alþingi mættu fulltrúar ungliðahreyfingar eins stjórnmálaflokksins á þingpalla með eftirlíkingar af hríðskotabyssum og lýstu því yfir að um valdatöku væri að ræða án þess að nokkrum kæmi til hugar að kæra hópinn fyrir árás á þingið.
Nonni, 12.5.2010 kl. 22:46
„Þessi litli hópur sem fór langt yfir strikið er ekki sá sem barðist fyrir mig, heldur sá risastóri hópur almennings sem mótmælti dögum og vikum saman þangað til að stjórnmálamenn sáu að sér.“
Heldurðu virkilega ekki að þessir tveir hópar hafi unnið saman, þó kannski að ómeðvitað væri? Hversu lengi hefði fólkið sem þú styður þurft að standa fyrir utan húsið ef ekki hefði komið til þess að nokkrir einstaklingar gengu lengra? Þau stæðu kannski þarna enn.
Sigrún (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.