Er Gos í KÖTLU eins alvarlegt og menn vilja halda?

Katla gaus síðast árið 1918, "Katla er fræg eldstöð í Mýrdalsjökli. Nafnið er upprunnið í gömlum munnmælum sem herma að fjölkunnug kerling valdi þar hamförum. Hún hét Katla og var ráðskona í klaustri í Álftaveri. Um þetta segir svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar. "

Mikið er gert úr gosi í henni Kötlu sem menn telja að fylgi Eyjafjallagosi, og bera fyrir sig sögum frá fyrri tíð, sem í þessu tilfelli er frá 1918, og sögur herma að hamfarir eigi sér ekki hliðstæður svo menn muni.

En hvernig eigum við að mæla þetta gos í Kötlu á þessum tímum? til eru hrikalegar frásagnir frá þessum tímum, og ef við aðeins stöldrum við og endurhugsum þetta á grunni nútímanns og ímyndum okkur að við værum stödd í Kötlugosi 1918, með þá tækni sem við höfum nú,  þá er samanburður ekki sanngjarn,  það voru ekki til flóðgarðar í þá daga sem gátu breytt farvegi flóða í þá átt er menn vildu, bændur þess tíma bjuggu ekki í torfkofum sem hleyptu ösku inn og  dýr gátu ekki komist í öruggt skjól þegar aska féll,  tæknivæddar tölvur og útreikningar á mögulegri hegðun á stefnu flóða er kunnu að koma frá gosstöðvum voru ekki til, jarðeðlisfræðingar hámenntaðir sem og aðrir vísindamenn voru ekki til, það voru engar flugsamgöngur til í heiminum,  hvernig er hægt að segja að þetta Kötlugos hafi verið verra en t.d. þetta gos í Eyjafjallajökli?

Er ekki bara  málið að þekkingin í dag hefur yfirtekið hluta heila okkar og gert okkur dofin gegn öllu þessu?

Hér er grein eftir Ara Trausta sem gaman er að lesa!

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=493134


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert greinilega að vinna þetta ennþá. Ég sé hvergi þjóðsöguna!

En eitthvað rámar mig í hana; gott efni, minnir mig – út með sprokið.

Jón Valur Jensson, 22.4.2010 kl. 02:04

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eftir lestur greinarinnar eftir Ara Trausta sem hann ritaði haustið 1999 og þú vísar í, er ekki hægt annað en að hafa áhyggjur.

Sú staðreynd sem þú bendir á að ekki hafi verið til sú þekking og tækni síðast þegar Katla gaus, gefur okkur enn meira tilefni til að hafa áhyggjur af afleiðingum goss úr henni. Tæknin sem við búum við í dag og erum svo háð, er enn viðkvæmari fyrir stórgosi og því öskufalli sem að því leiðir. Ari minnist ekki á það í sinni grein að þegar Katla gaus 1918 varð vart við ösku frá henni víða um heim.

Þú talar um að mikið sé gert úr gosi úr Kötlun sem menn telji að fylgi gosi í Eyjafjallajökli vegna sögunnar. Vissulega segir sagan okkur þetta. Reyndar er enginn að nefna gosið úr Kötlu 1918 í því sambandi. Eyjafjallajökull gaus síðast 1822-23 og byrjaði Katla að gjósa í beinu framhaldi af því. Það hafa orðið þrjú staðfest gos úr Eyjafjallajökli á sögulegum tíma og í öll skiptin hefur Katla gosið í kjölfarið.

Vissulega eru komnir flóðgarðar og vonandi halda þeir, en það hefur sennilega lítil áhrif á flugsamgöngur. Bændur bjuggu reyndar flestir í torfbæjum á þessum tíma og askan átti væntanlega greiða leið inn í hús.

Hvort næsta gos í Kötlu verður verra en núverandi gos í Eyjafjallajökli getur enginn sagt til um, en leiða má þó líkum að því í ljósi þess hversu langt er liðið frá síðasta gosi. Gosinu í Eyjafjallajökli er ekki enn lokið þannig að ekki er enn hægt að segja hvort gosið í Kötlu hafi verið stærra, þó öll líkindi bendi til þess.

Gunnar Heiðarsson, 22.4.2010 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband