Verksvið Forseta vors er ekki að fæla ferðamenn frá landinu!

Það er hlutverk forseta hvers lands og þá okkar um leið að sameina landið sem mest hann má eftir því hve best hann getur og á í raun að gera skv starfslýsingu forsetaembættisins. Hann á að reyna að efla dug og dá þjóðar og auglýsa hana sem slíka að öfund sé að.

Með því að útvarpa á erlendum sjónvarpsstöðvum að við eigum eftir að sjá enn meiri hörmungar með (Kötlugosi)  (You aint seen nothing yet)  er hann að hrinda frá landinu væntanlega ferðamenn í framtíðinni! Með þessari yfirlýsingu er hann að drepa niður kannski væntanlega framtíðarhorfur í ferðamannaiðnaði sumarsins!! Er það eitthvað sem ykkur finnst vænlegt? Og síðan má maður kannski spyrja sig, hvaða heimildir er hann með, er hann með vottorð frá einhverjum jarðeðlisfræðingi hér um að þetta sé það sem gerast muni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Bendi þér á frétt sem heitir NÝT ELDGOSA SKEIÐ AÐ HEFJAST, og er í morgun blaðinu hér á síðunni.Þú og aðrir gagnrínendur forsetans,ættuð að lesa hana! Spurning hvað ferðamálaráð gerir núna. Gleðilegt sumar.

Þórarinn Baldursson, 22.4.2010 kl. 01:05

2 identicon

Gleðilegt sumar

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband