10.4.2010 | 19:45
Starfsfólki Iceland Express vorkunn
Ég kenni í brjósti um starfsfólk Iceland Express þessa stundina, það hefur ekkert til unnið að fá alla þessa umræðu yfir sig frekar en allt starfsfólk margra fyrirtækja, sem hvað mest hafa orðið fyrir barðinu á umræðu kreppunar og spillingar eigenda þeirra, sem í flestum tilfellum eru ekki að koma að daglegum rekstri þess. Athugið að ég segi margra, ekki allra! Vegna þess að nokkur þessara fyrirtækja hafa alltaf verið í eigu ákveðinna auðmanna frá byrjun og voru þvi stökkpallur þeirra að því sem síðar kom. Það vita allir hvaða fyrirtæki um er að ræða.
Það að sniðganga ákveðin fyrirtæki sökum lélegra eigenda þess, sem í flestum tilfellum spiluðu "Matador" með þau fram og tilbaka, má ekki gerast, eigendaskipti voru mjög tíð þar sem þessir fáu einstaklingar skiptu þeim með sér fram og tilbaka eins og við gerum í Matador spilinu, og þannig tel ég að ekki megi taka Iceland Express út sem útrásarfyritæki, það var ekki stofnað sem slíkt af slíkum mönnum og á ekki að gjalda fyrir það með þessum leiðinlega hætti.
Ekki veitir af að hafa lággjaldaflugfélag á lítilli eyju úti í ballarhafi þar sem ekki eru hæg heimatök að komast erlendis nema með loftlínu, eða vikuferð með skipi!
Ég frétti frá manni sem þekkir mann að starfsfólk Iceland Express hafi gert sér dagamun í gærkveldi og horft á í beinni er Viljálmur neitaði að taka við verðlaunum frá þessu fyritæki. Ég giska á að það hafi ekki ríkt mikil stemming eftir það!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð ábending hjá þér. Það eru nefnilega alltaf a.m.k. tvær hliðar á öllum svona málum og fólk á það til að gleyma því, sérstaklega þegar hlakkar í þeim vegna ófara einhvers.
Gleði eins getur verið sorg annars.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.