Kaninn kærir Lýðvarpið fyrir að hafa stolið sendi þeirra í Bláfjöllum

Það er sjaldnast lognmolla í kringum Ástþór Magússon og co, nú eru þeir ásakaðir um að hafa "stolið sendi þeirra Kana manna á Bláfjöllum.:

"Póst- og fjarskipastofnun úthlutaði nýlega Kananum útvarpstíðninni 100,5 en Lýðvarpið sendi áður út á þeirri tíðni. „Við urðum varir við það upp úr klukkan 14 í dag að útsendingar okkur voru rofnar og eftir einhverja eftirgrennslan komumst við að því að það hefðu verið einhverjar mannaferðir í Bláfjöllum og smám saman kom í ljós hverjir það höfðu verið," segir Einar. „Þá grunaði mig að í versta falli hefði þessu einfaldlega verið kippt úr sambandi í einhverri reiði. Þannig að við lögðum á okkur ferð þarna í kolbrjáluðu veðri seinni partinn í dag til að komast að því hvað hefði gerst og sáum þá að sendirinn okkar hafði verið numinn á brott."

"Jón Pétur Líndal segir hinsvegar að samningur Lýðvarpsins um tíðnina  100,5 gildi til 15. janúar 2012. Hann heldur því fram að Kaninn hafi verið að nýta búnað og lagnir Lýðvarpsins í Bláfjöllum. „Þarna var vaðið inn og klippt á kapla á okkar búnaði og verið að stelast í okkar aðstöðu. Við erum engin góðgerðastofnun fyrir einhverja stráka sem vilja vera með útvarp og við viljum ekki hafa annarra manna dót innan um okkar búnað á okkar ábyrgð." Jón Pétur segist hafa afhent lögreglu búnaðinn."

Svo sjáum við hvað kemur út úr þessuCool


mbl.is Kaninn kærir Lýðvarpið fyrir stuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, dálítið óvanalegt, Guðmundur.  Kannski heldur útsmogið af e-m þarna að ´óvart´stela útvarpsbylgjum?   Eða hvað?

Elle_, 10.4.2010 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband