Er Kirkjan að tapa fyrir tækninni ?

Ég tel sjálfann mig ekki  trúaðann í venjulegum skilningi orðsins en ég tel að það sé eitthvað þarna úti sem ekki sé hægt að útskýra, hvort það sé "Almættið" hvað sem það nú er,  eða eitthvað sem við í okkar littla og ónotaða heila erum að búa til ómeðvitað, er ekki gott að segja, en alla vega held ég að engin sé verri þó hann trúi á eitthvað, það getur verið hvað sem er, Esjuna okkar fallegu, Eyjafjallajökul eða steininn undir  fótum þínum!  Halo

Ég hef stundum deilt við fólk á blogginu um trúmál, en hvað um það, það er athyglisvert að að í könnunum er fólk að falla frá trúnni eftir því sem fólk er að  yngjast, þannig að því lengra sem líður munu alltaf færri og færri trúa á orðið, þetta er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni fyrir Íslensku kirkjuna, og allt hennar starf, sem samkvæmt öllum rannsóknum er að tapa sauðum ár eftir ár!!!

Er kirkjan að missa fólk vegna þess að tæknin er orðin svo flott, I phone, I phod og allt þetta I thing (sem ég fatta ekki enn þá)  að ekki vinnst tími til að fara í kirkju? og þá vegna þess að það er hundleiðinlegt að fara í kirkju!

Hvað ætlar kirkjan að gera til að snúa þessari þróun við spyr ég, trúleysingin ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Kirkjan er ekki að tapa fyrir tækninni, heldur því að fólk lætur ekki skipa sér fyrir lengur. Hvers vegna eigum við frekar að trúa að  eitthvað sé rétt í smásagnasafni gyðinga, heldur en þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Hamarinn, 4.4.2010 kl. 23:14

2 identicon

Í hvorugu þessa ritsafna er að finna hinn heilaga sannleika kæri "Hamar" Gyðingar og fylgismenn Jóns Árnasonar eru aðeins lítill hluti af alheimi sem hið óendanlega á svo sannarlega við, þjóðsögurnar sem þær eru nú stórkostlegar, eru hjóm eitt við hlið sögunar okkar sem við keppumst við að skrifa dag hvern, ég og þú! og gleymdu því ekki.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 23:42

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta var nú gáfulegt Hamar. Þetta "smásagnasafn" þessara gyðinga er mest lesna bók fyrr og síðar félagar góðir. Biblían er lang, lang, lang áhrifamesta bók fyrr og síðar og sú lang söluhæsta. Það finnst allavega yfir 2 milljarða einstaklinga. Kristnum fjölgar alls staðar annars staðar en í Norður Evrópu þannig að heimurinn ferst ekki þótt kristni dragist saman í Noregi og víðar. Lesið Biblíuna með opnum hug og þá mýkist hjarta ykkar félaganna.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 01:53

4 Smámynd: Hamarinn

Ég nenni ekki að lesa skáldsögur.Þú getur ekki sagt fyrr og síðar. Þú getur einungis sagt Hingað til.

Mér er nákvæmlega sama hvað margir lesa þessar skáldsögur. Auðvitað fækkar kristnum í norður evrópu, vegna þess að kirkjuskriflið hefur ekki lengur þetta ógnarvald yfir lýðnum sem hún hafði.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 02:00

5 identicon

Nennirðu ekki að lesa skáldsögur? hvernig í ósköpunum er það hægt kæri Hamar?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:47

6 Smámynd: Hamarinn

Af því þær eru skáldsögur eins og smásagnasafn gyðinganna.

Hamarinn, 9.4.2010 kl. 19:40

7 identicon

Í alvöru Hamar, lestu ekki venjulegar skáldsögur eins og John Grisham eða Dean Koontz eða bara what ever ??? eða ertu að fokka í mér??

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 19:47

8 Smámynd: Hamarinn

Nei les ekki skáldsögur. Síðustu þrjár bækur voru Söknuður ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar. Tabú saga Harðar Torfasonar, og Ofurhuginn. Ævisaga Óla í olís.

Er að lesa Stalín ungi, þar á eftir koma Þangað sem vindurinn blæs, saga KK, Baráttusaga Guðmundar J Guðmundssonar, Jónsbók ( Jón Ólafsson),Með seiglunni hefst það ( Benedikt davíðsson) Og svo þrjú bindi af Steingrími Hermannssyni. Það er mun skemmtilegra að lesa svona bækur heldur en skáldsögukjaftæðið.

Fékk allar þessar bækur á bókamarkaðinum fyrir lítið.

Hamarinn, 9.4.2010 kl. 20:04

9 identicon

Jæja, var farinn að hafa verulegar áhyggur af þér, þú ert þá allavega að lesa, hélt kannski að tölvan væri búin að taka þig yfir haha

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband