Menn blogga af misjöfnum ástæðum, góðum og vondum

Ég hef tekið eftir að menn blogga undir ýmsum formerkjum, sumir út af sínum stjórnmálaskoðunum, aðrir út af áhugamálum sínum, veðri, íþróttum, mat eða hvað sem er, sumir eru langorðari en aðrir, sbr, stjórnmálaskrifendur, þeir geta verið með heilar ritgerðir um hugðarefni sín, áhugamenn um enska boltann eru yrirleitt með stutta yfirlsingu um leik dagsins og skandala dómarans ef einhver er, og þannig fram eftir götunum.

Sumir eru með pistla sem þeir rita frá grunni og blogga ekki sem svar frá frétt hjá MBL, það eru oft þeir á stjórnmálahliðinni, aðrir  blogga um fréttir sem eru frá MBL og eru þokkalega málefnalegir í nokkrum setningum, en síðan eru það þeir sem mér persónulega finnst verstir! Þeir sem vaða í hvert einasta blogg sem þeir finna og svara með eins atkvæða setningu eða því sem næst!!!

Þetta eru þeir sem aðeins vilja komast á topp á einhverjum lista yfir mest heimsóttu bloggara á netinu. Ég segi verði þeim að góðu ef það er það sem þeir vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GLeðilega páska Guðmundur, vona að þér líði vel og njótir hátíðarinnar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 12:41

2 identicon

Kæra ásdís

Bara svo að þú vitir það, ég er ekki að eiga við þig, heldur þann sem kallar sig "Hamarinn" og bloggar með eins orða bloggum eða því sem næst, og er með því á þessum topplista bloggheimsins!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tók þetta heldur ekki til mín þannig, hef allt of gaman af bloggi til að móðgast, en deili þessum skoðunum þínum að hluta, ég hef sagt að eina ástæðan fyrir því hvað mitt, oft á tíðum, innihaldslausa blogg fyrir aðra en mig og mína, er ofarlega, er bara vegna þeirrar ástæðu að allt of lítið er um virkilega góð blogg sem kengur er í og fræðsla í leiðinni, þau finnast þó inn á milli og nýt ég að lesa þau.  Ég á það til að taka hlutina full létt, hefur reynst mér vel á rennslinu gegnum lífið sem oft á tíðum hefur verið bylgjótt vegna ýmissa ástæðna sem ekki hefur verið gott að ráða við.  Hrannar Baldurs gaf uppskrift á sínu bloggi fyrir vinsældum, nokkuð vel útfært hjá honum og reyndar dagssatt held ég, það þarf ekki mikið til að toppa.  Njóttu dagsins

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2010 kl. 11:27

4 identicon

takk fyrir þetta Ásdís og hafðu það sömuleiðis gott :)

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband