Kreppann kannski ekki bitið okkur eins djúpt og menn hafa haldið?

Ég held að kreppan hafi ekki verið jafnsýnileg á Íslandi og margur hafi viljað að láta, verslun  hefur ekki fallið saman í jafnmiklu mæli og áður hafði verið spáð, sjávarútvegur er enn í ágætum málum, atvinnuleysi að vísu í hámarki, en ekki verra en í Evrópu almennt, menn kannski áttuðu sig ekki á að það var ekkert eðlilegt ástand hér á árunum 2002 ca til 2009 hvað varðar atvinnumál og yfirleitt hvað sem er, allt var yfirskotið. °Sjá mynd;

Samt sem áður hefði þetta ekki þurft  að fara svona það vita allir, eftirlit með bankamálum og spilling og kunningsskapur var allt of mikil í íslensku atvinnulífi og er þar  um að kenna fámenni íslensku þjóðarinnar og klíkuskaps er því hlýtur að fylgja, menn  halda partý hægri og vinstri og allaf sama fólkið þar, elítan íslenska var svo fámenn að ekki var hjá þvi komist að menn í stjórnmálalífinu kæmust í  nána snertingu  við bisnissmenn sem öllu þessu havaríi orsökuðu.

En engu að síður, mín tilfinning er að ástandið sé ekki verra en svo, að menn sjái enn ástæðu til að búa hér, fréttaflutningur hefur verið fyrst og fremst það sem blásið hefur út þetta ástand, ekki ósvipað og þegar að fuglaflensan var í fréttunum um árið, þá kollréð það öllum fréttatímum líkt og um heimsendi væri að ræða, síðan Mexícóflennsan eða "svínaflensan" ekki var nú minni fréttaflutningur þar um!

Þetta sýnir okkur að það sem við búum við á þessari littlu eyju er ofurselt valdi fárra áhrifavalda svo sem fjölmiðla og stjórnmálamanna hverra tíma er mata okkur á mis góðum eða "réttum" og eða áreiðanlegum,  fréttum af stöðu mála oft á tíðum.


mbl.is Allt stefnir í metár í ferðaþjónustu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

90% af þessari KREPPU er bara til í höfðinu á fólki.

Hættum nú þessum barlómi - hættum í nornaveiðunum - og förum og FRAMKVÆMUM!!!

Koma svo!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband