Hvað ef Katla fer að gjósa? fer veðurfar í heiminum á hvolf?

Miðað við það sem Fox fréttastöðin sagði í innskoti í síðustu viku og hafði jarðeðlisfræðing sér til halds og trausts, vil ég að sjálfsögðu skírskota til minna manna hér á landi sem af mörgum eru taldir með þeim bestu í heimi!  "og bið ég þá hér með um svar við þessum ágæta ameríkana."

Hvað er Katla fer að gjósa? billjón dollara spurning, fer allt til fjandans eins og gerðist 1798  að mig minnir, og uppskera um allan heim fer forgörðum og veðurfar sömuleiðis?

Gaman væri að að góður vísindamaður gæti svarað hér þessari áleitnu spurningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það er bara verst að vísindamenn hafa ekki hugmynd um það hvað gerist, enda hvernig í ósköpunum ættu þeir að vita eitthvað um það hvað gerist?

Hamarinn, 1.4.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það eru orð að sönnu Hamar, en maður hlýtur að velta fyrir sér hvað gæti gerst ef slíkt gerðist!

Guðmundur Júlíusson, 1.4.2010 kl. 00:47

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hafa oft orðið Kötlugos, síðast 1918, án þess að svona mikil ósköp gerist. En Katla er samt alltaf viðsjárverð. En fyrr má nú vera. Skil ekki hvað þessi eldgosamaður var eiginlega að fara. Skaftáreldar voru allt annars eðlis en Kötlugos.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.4.2010 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband