27.3.2010 | 16:58
Það hlaut að koma að slysi á svæðinu!
Þetta er einmitt það sem getur komið fyrir þegar að þúsundir flykkjast á svæðið og æsingurinn verður þannig að varkárni fer fyrir bí, en sem betur fer urðu ekki slys á fólki, enn sem vitað er allavega. Mér sýnist gæsla og öryggismál vera að fara úr böndunum þarna, fólk gæti hæglega orðið innlyksa á milli gostauma ef ekki er varlega farið.
Flugóhapp á gossvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki alltaf aukin slysahætta þegar fólk kemur saman, segir það sig ekki sjálft að það verður aukin slysahætta, þetta er bara tölfræðin, því fleiri sem fara á skíði því meiri líkur er á að einhverjir slasi sig á skíðum.
Ég skil mætavel að fólk vilji sjá þetta fyrirbæri, það kemur fólk erlendis frá til að skoða, afhverju mega íslendingar þá ekki skoða þetta fyrirbæri.
Á fólk bara að sitja heima svo það sé nú pottþétt að það komi ekkert fyrir það.
Lára (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:20
Það urðu ekki slys á fólki, þannig að atvikið þarf ekki að hafa verið alvarlegt. Fjölmiðlum hættir til að kalla allar lendingar loftfara, sem ekki eru fyrirfram ákveðnar,"nauðlendingar" þótt lendingarnar séu að öllu leiti fullkomlega eðlilegar og án óhappa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 17:26
Svo sammála Láru!
Þetta er eitthvað sem allir ættu að skoða sem hafa áhuga á.
Það fara mörg þúsund íslendingar niður í miðbæ RVK um helgar og það verða ófá slysin þar og frekar víst um að eitthvað komi upp á. Það er enginn samt að tala um að girða af miðbæinn um helgar.
Þetta er bara tómt rugl hjá þér... drífðu þig og skoðaðu þá það litla sem við getum verið stolt af.
einar t
Einar (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:29
Takk fyrir innlitið öll, en Einar, hvað meinar þú með að "drífa sig og skoða það littla sem við getum verið stollt af" ?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:38
oryggisgaesla a svaedinu er oflug og tad er allt sem vid getum gert til ad minka moguleika a slysum.
Halldór (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:41
Bullandi jörð er betri en bullandi þjóð
Einar T (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:43
Alveg rétt samt hjá þér að slysahætta er fyrir hendi... Fólk er þarna á eigin ábyrgð og það getur allt gerst.
Einar T (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:46
Ég lít það nú ekki alveg sömu augum og einar t, en kannski er ekki svo vitlaust að líkja saman skrílslátum í miðborginni og eldgosi á fjöllum uppi. Okkur er frjálst að halda okkur frá báðum stöðum. Mig langar ekkert að leggja mig í hættu í miðbænum og eins mikið og mig langar nú að sjá svona eldgos, færi ég aldrei of nærri til að sjá „það litla sem við getum verið stolt af". Hvað áttu annars við með því, einar t ?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.3.2010 kl. 17:51
Já, þú hefurf ekki svarað þessari spurningu sem við öll viljum fá svar við kæri vin?? hvað meinar þú með "drífðu þig og skoðaðu þá það litla sem við getum verið stolt af."
Svar óskast sent í hvelli :)
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:54
Axel ég tel að þegar björgunarsveitin og rannsókn flugslysa er á leið á staðinn þá megi gera ráð fyrir að um nauðlendingur hafi verið að ræða.
Annar mjög einkennilegt að líkja miðbæjarlátunum við náttúruafl eins og eldgos.... er ekki alveg að sjá þetta sem atburði af sömu stærðargráðu
Birgitta (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 18:20
Ófyrirséð lending hlýtur að vera nauðlending og glannaskapurinn er nú líka ótrúlegur hjá fólki. Því miður fýkur skynsemin oft út í veður og vind og bara ótrúlegt hvað oft er tæpt á því að verði alvarleg slys.
Að líkja þessum atburði við skrílslæti niður í bæ eða að fara á skíði er ekkert nema kjánalegt.
Stefán Stefánsson, 27.3.2010 kl. 18:32
Þetta er einmitt það sem ég varaði við að gæti gerst.
Jón Jónsson á ekki að hafa frelsi til að æða út í opinn dauðann ef Guðmundur Guðmundsson þarf að borga fyrir að bjarga honum (eða sópa öskunni af honum saman.)
Einnar og hálfrar milljónar tryggingu á þá sem æða þarna austur eftir strax!Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 18:37
Án þess að vita um hvað þetta einstaka óhapp snýst þá fæ ég á tilfinninguna af fréttum að þarna hafi orðið vélarbilun sem varð nauðlendingunni valdandi frekar en umferðin á svæðinu. Þetta óhapp hefði því getað orðið hvar sem er á flugi fisins.
Nonni (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 18:57
Ótrúlegar umræður að sjálfsögðu fara allir sem geta og skoða þetta sjónarspil náttúrunnar og að sjálfsögðu ætlar eingin að verða fyrir slysi. Ég er jafnframt sannfærður um að björgunarsveitir unnir Eyjafjöllum hjálpa að glöðu geði. Ef ekki erum við tilbúnir í Reykjavík...
Pétur Ásbjörnsson, 27.3.2010 kl. 19:21
Enn koma fréttir af því að fólk sé illa búið á Fimmvörðuhálsi, það er því engin von að maður hafi áhyggjur!!
Guðmundur Júlíusson, 27.3.2010 kl. 19:22
Miðað við umferðina í borginni, þá hlýtur að koma að þvi að einhverjir af þessum bílum rekist á, já og jafnvel bili. Ég spái því að það geti skeð á morgun eða jafnvel á eftir.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 19:29
Litlar líkur eru á því að farþegar verði djúpsteiktir í þeim bílslysum.
Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 19:34
Sælir Guðmundur... Best að svara þessu varðandi... "drífðu þig og skoðaðu þá það litla sem við getum verið stolt af".... kannski óþarfi af minni hálfu að vera að segja þetta svona í skipandi tón :)
Málið er að það er ekki oft sem við komumst þessa dagana í heimsfréttirnar án þess að það sé skammarlegt og neyðarlegt. Ár og dagar síðan við áttum sterkasta mann í heimi en styttra síðan ungfrú heimur kom í hús.
Þegar þú kemst í færi við eldana og finnur fyrir drununum þá held ég að þér líði líkt og mér, að sú áhætta sem er fyrir hendi sé þess virði fyrir þessa upplifun.
En fólk er ólíkt og ég gleymi því stundum.
Góða helgi
e
Einar T (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:35
Já, flugvélar eru þeim eiginleikum búnar að geta bilað. Er þá ekki betra að hitastigið á nauðlendingarsvæðinu sé fyrir neðan stofuhita?
Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 19:36
Einar, ég hélt einmitt að þettta væri það sem þú værir að tala um, vildi bara heyra það frá þér, gott innlegg frá þér kæri bloggari og takk fyrir að taka þátt í umræðunni hér.
Guðmundur Júlíusson, 27.3.2010 kl. 19:48
Þið fyrirgefið, en mér finnst þessi umræða vera komin á hálfgert leikskólaplan, jafnvel alþingisplan.
Það geta alls staðar orðið slys, hvort sem um er að ræða eldgos eða ekki. Vélarbilanir og nauðlendingar verða hvort sem það gýs eður ei. Theodór, er ekki betra að nauðlendingarsvæðið sé á föstu formi en ekki fljótandi saltvatn við 0°?
Einnar og hálfrar milljón króna trygging væri jafn fáránlegt og að heimta tryggingu í hvert skipti sem þú kaupir þér bjór, því að þú veist jafn vel að áfengisneysla á Íslandi hefur drepið fleiri en þetta eldgos. Svo ég tali nú ekki um slysin sem verða í gönguferðum og alla ferðamennina sem verða úti.
Ég legg til að við leyfum fólki að skoða ótrúlega náttúru Íslands, ótrúleg náttúruöfl og njóta um leið hreyfingarinnar án þess að fara út í afturhaldskommayfirlýsingar (já ég nota stór orð á móti stórum fjárupphæðum) um að við eigum öll að vera heima og horfa á sjónvarpið og borða Metroborgara og drekka kók og svo líter af ís og fullt af nammi í eftirrétt.
Q.ed.
Gísli Björgvin (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 13:18
já... heyr heyr ... alveg hárrét hjá Gísla. þetta 1 og hálfmilljóna krónu dæmi er með ólíkindum heimskulegt. Hef aldrei heyrt annað eins bull. Allir sem hafa "nenn" í að fara í göngutúr og skoða eldgos eiga að hafa möguleika á því.
BG
Brynjar Guðjóns (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 14:14
Alltaf gaman af flugeldasýningum í boði móður náttúru, en gleymum ekki að þetta eru náttúruhamfarir. Bjór er hollur í hófi, en ég hef ekki heyrt að kolmónoxíð og brennisteinsgufur séu hollar jafnvel þó þeirra sé neytt í litlum mæli.
Gott og vel allir skulu vera frjálsir til að fara þarna upp eftir á sundskýlunni og frjálsir til að deyja úr kulda (eða vera steiktir), en ættu þá ekki björgunarsveitarmenn að vera frjálsir til að sleppa því að bjarga þeim?
En björgunarsveitarfólk er það ekki, vegna þess að þau láta sér umhugað um óvitana. Og það geri ég líka, eins um þá óvita sem öskra Kommi! Kommi! á þá sem reyna að koma vitinu inn í kollinn á þeim.
Theódór Norðkvist, 28.3.2010 kl. 20:42
Verst að bjór er bara ekkert hollur í hófi. Hann er fitandi og staðreyndin er sú að ef áfengi hefði verið fundið upp á okkar tímum, þá væri það bannað á almennum markaði. Veistu af hverju þú grætur þegar þú skerð lauk? Brennisteinsgufur.
Björgunarsveitarmenn þurfa ekkert að bjarga einum né neinum, þeir vilja það.
Björgunarsveitirnar vinna nefninlega ótrúlega óeigingjarnt starf, sjálfboðavinnu. Þó svo að það séu ekki allir svona góðir, þá er svona fólk til, hvort sem þú trúir því eða ekki.
Ég ætla að segja þér smá sögu. Bróðir minn, fullorðinn maður, vanur vélsleða- og fjallgöngumaður fór uppeftir fyrir helgi, á vélsleða. Hann kom heim með mar á beini eftir smá slys. Það er nefninlega þannig, að slysin koma fyrir alla, alls staðar. Læknar verða líka veikir.
Röksemdarfærslur þínar hafa í rauninni ekki stutt neinn málstað. Eintómt nöldur og bull, svona eins og ég heyri hjá fullorðnu fólki sem talar saman á kaffihúsi, svona eins og ég heyrði ömmu mína tala um nektarsenur í bíómyndum. Þetta á bara að vera bannað, af því að mér finnst það. Fólk á ekkert að fá að sjá náttúru Íslands. Það er heitt vatn í Geysi, loka því svæði, fólk getur dottið ofan í. Eins að loka Látrabjörgum, þar getur fólk dottið niður. Og svo skuluð við hætta að selja kaðla, það gæti einhver hengt sig.
Gísli Björgvin (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 12:27
Hvar var þetta slys !!!!
Ef jeppi brýtur hásingu, eða rífur dekk er það líka slys
Þetta fis brákaðist í lendingu og það urðu engin slys á fólki, fisið var á leið í bæinn 2 tímum eftir ""slysið""
Sama og jeppamenn gera draga biluðu bílana í bæinn eða gera við þá á staðnum.
Kristján Villa (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 14:10
Ég velti því fyrir mér hvort þetta óhapp fisvélarinnar hefði í versta falli getað valdið því að hún lenti hreinlega í eldgosinu. Að því leitinu held ég að við verðum að reikna með að samskonar óhapp hefði ekki eins alvarlegar afleiðingar á öðrum stað. Ef jeppi eða vélsleði á þessum slóðum yrði fyrir tjóni, er mjög líklegt að hann væri undir engum kringumstæðum svo nærri eldgosi eða hraunrennsli að hætta stafaði af í sjálfu sér....
núll (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 21:22
Ég legg það nú yfirleitt í vana minn að hunsa svör nafnlausra einstaklinga, en ætli maður bregði ekki stundum út af vananum...
Flugvélar lenda á húsum, þær hrapa í sjóinn, á jökla og líka í eldgos.
Ef við ætlum að vera að banna flug og ferðalög í kringum eldgosið, þá erum við komin heldur langt aftur á bak þykir mér. Það er eiginlega bara alveg núll þykir mér...
Gísli Björgvin (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 12:35
Gísli Björgvin, þetta er alveg rétt hjá þér, en mér finnst samt að við ættum ekki að storka örlögunum með því að fara glæfralega að ráði okkar. Það var nú það sem ég vildi benda á.
núll (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.