26.3.2010 | 23:40
Besti flokkurinn fær tvo, tveimum of mikið!
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fær þessi grínflokkkur tvo menn kjörna og það tveimum of mikið! Er alþýða Íslands svo sljó og þreytt að hún fari að kjósa háflvita í borgarstjórn? Hvað ef þeir ná inn þessum mönnum? Eigum við að horfa upp á grínfundi og djókumræður í húsinu við tjörnina??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Höfum við ekki verið að því undanfarin ár?
Af hverju heldurðu annars að frambjóðendur Besta flokksins séu hálfvitar?
Hefur það einhvers staðar komið fram?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 00:05
Jú, ekki eru stjórnmál alltaf til fyrirmyndar og jú rifrildi alltaf til staðar, það hefur fylgt þeim frá upphafi, en þegar að fávitar taka upp á að bjóða sig fram til þings er mér nóg boðið! liðið sem hingað til hefur séð um borgina okkar og er í sjálfu sér ekki upp á tíu, hlýtur að vera skárra en Jón Gnarr og félagar sem lýta þetta einu allsherjar djók auga!!!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 00:22
Það er auðvitað fráleitt að kjósa þá menn í borgarstjórn sem hafa lýst yfir öðrum eins hlutum í sinni "kosningabaráttu" og Jón Gnarr & félagar. Fylgi þeirra skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur þó ekki aðeins til af því, að maðurinn er vinsæll, heldur sem einhvers konar róttæk mótmæli gegn stjórnmálastétt Íslands, sem svo mörgum þykir sem hafi brugðizt landi og þjóð. En sá vandi verður ekki leystur með trúðshætti, heldur með því að fólk taki ábyrgð – já, ábyrgð á því, að siðbót verði í stjórnmálum og brotizt verði út úr skömmtunarstefnu flokkseigendafélaga á því, hvað kjósendur verði að gera sér að góðu næstu fjögur árin; áróðursbatterí Fjórflokksins stendur þar jafnframt vel að vígi til að hamra inn í menn, hvað kjósa skuli – batterí sem sami Fjórflokkur á Alþingi lætur skammta sér 1500 milljónum króna á hverjum fjórum árum, auk þess sem þeir flokkar (einkum Sjálfstæðisflokkur og Samfylking) og einstakir frambjóðendur þeirra hirða hundruð milljóna af fyrirtækjum á hverju kjörtímabili – sem og af sveitarfélögum! Umfram allt erum VIÐ þó, almenningur, látin borga – og mest, hver og einn skattgreiðandi, til stærstu flokkanna, þó að maður tilheyri þeim ekki!
Engin furða, að menn tali um, að þetta kerfi þurfi að líða undir lok.
Siðbót í stjórnmálum! Burt með ofurvald og skattarán Fjórflokksins!
Og sæll og blessaður, Guðmundur minn, hafðu það gott um helgina!
Jón Valur Jensson, 27.3.2010 kl. 01:08
Já, sömuleiðis Jón minn, þakka þér fyrir að láta svo lítið að kíkja á síðuna mína, en ég er virkilega reiður yfir því að fólk skuli þó svo að það sé ekki hrifið af þeim flokkum sem nú stjórna, gefa það í skyn í heimskulegum könnunum sem gerðar hafa verið að þessir trúðar geti náð tveimum mönnum, er mér ofviða!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 01:29
Sammála!
Jón Valur Jensson, 27.3.2010 kl. 01:53
Æi ... mér finnst bara svo ómálefnalegt þegar fólk sem vill e.t.v. láta taka sig málefnalega notar persónuleg uppnefni til að koma sinni skoðun á framfæri.
Það er alveg hægt að segja sitt og koma sínu til skila í skrifuðu máli án þess að kalla fólk hálfvita, fífl, fábjána eða eitthvað annað. Slík uppnefni geta aldrei orðið neinu málefni til framdráttar.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:59
Nei, kannski er það ekki við hæfi, og ég biðst forláts á því, en mér var einfaldlega svo heitt i hamsi þegar að ég skrifaði þetta að ég gætti ekki að mér, góð ábending Grefill, takk fyrir það.
Guðmundur Júlíusson, 27.3.2010 kl. 16:04
Enn eitt frábært dæmi um velheppnað moggablogg,,
bravó
Jón (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:06
Sæll Jón, Hvað meinar þú með velheppnuðu moggabloggi??
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.