14.3.2010 | 02:49
Hvernig er maður kristinn ?
Hvað er mér efst í huga eftir þessa líðandi viku? Eg skal ekki segja, það er svo margt, en eins og staðan er í dag langar mig að tala um trúmál. Ég er ekki mjög trúaður maður, alla vega ekki á mælikvarðanum að mæta til messu reglulega, en samt sem áður hef ég einhverja tilfinningu fyrir trúnni sem slíkri, og það fær mig til að hugsa um hluti sem ég aldrei gerði áður, hvað er á bak við drauma sem ég tel stundum vera yfirskilvitlega, ég veit ekki einu sinni sjálfur hvað ég meina! Ég rakst á þessa grein á netinu sem er frá árinu 2006 man ekki hver er höfundur, en vona að hann taki ekki illa í að ég birti þetta hér og nú !
Bábiljuslagsíða: Hvað er trú? Það er kominn tími til að útlista hvað rökhyggja á eða á ekki skylt með trú og hvað átt er við með orðinu trú. Rökhyggjufólk trúir ekki í þeirri merkingu að það fallist á órökstuddar staðhæfingar, heldur trúir það einungis því sem stutt er með rökum. Trú rökhyggjumannsins heitir rökstudd sannfæring og þarf að vera studd gildri röksemdafærslu.Hins vegar hefur orðið trú öðlast merkinguna sannfæring úr lausu lofti gripin, sannfæring án raka, án stuðnings, bara trú. Þess vegna forðumst við hér á Íslandi að nota orðið trú yfir sannfæringu okkar og notumst frekar við önnur orð eins og ég veit, ég held, ég tel, ég er sannfærður, ég er handviss o.s.frv. Hugtakið trú hefur nefnilega þessa leiðinlegu bábiljuslagsíðu fasta við sig.Þegar rökhyggjufólk í enskumælandi löndum notar belief um sannfæringuna sína, þá er oft átt við rökstudda sannfæringu. Trúfólk vill hinsvegar meina að belief sé alltaf og ávallt án raka eða stuðnings. Rökhyggjufólkið þar hefur hinsvegar náð að koma því við að nota enska orðið yfir að trúa í þessari merkingu. Það er kannski út af því að það er ekki mikið svigrúm í tungumálinu til þess að nota önnur orð yfir það að vera sannfærður.Annars er merkingarmið trúar allt of mikið á reiki. Sérstaklega þegar prestarnir reyna að útskýra það. Þá vilja þeir hallast að því að skilgreina rakalausa trú alveg eins gilda og rökstudda trú. Til þess einmitt að vefja ruglið sitt inn í bómull svo það fái á sig ásýnd einhvers skynsamlegs. Svona kasta-sand-í-augun-og-ræna-af-þér-vitinu taktík einhver.Hérna liggur nefnilega munurinn á orðunum faith og belief í ensku. Faith er alltaf tiltrú án rökstuðnings, von um það sem ekki er auðið að sjá, meðan belief getur auðveldlega náð yfir álit sem byggt er á traustum grunni.Trúaða liðið ruglar iðulega saman þessum tveim hugtökum eftir hentugleika. Þegar við gagnrýnum faith og segjumst ekki hafa slíkt túlka þeir það sem svo að við séum að gagnrýna belief og að við viljum ekki gangast við því að hafa svoleiðis. Svo segja þeir: Allir hafa trú, enginn getur verið trúlaus, trúleysi er ákveðin gerð trúar.Við erum, eins erlendu rökvinir okkar, ekki belief-laus, en við erum faith-laus. Svo er bara að koma því inn í hausinn á prestahjörðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.