27.2.2010 | 01:47
Íslendingar saka Ástrala um að svíkja hvalveiðiþjóðir!
Viðræður hafa nú farið fram um nokkurt skeið um hvalveiðar og framhald þeirra, og lengi vel leit út fyrir að samkomulag væri að nást um sjálfbærar veiðar og voru Ástralar þar á meðal samningamanna er voru að ná sáttum um þær, en allt í einu skella þeir fram gagntillögu er lýtur út fyrir að vera til þess gerð að koma i veg fyrir sátt í málinu!!
"Peter Garrett, umhverfisráðherra Ástralíu, sendi hins vegar frá sér gagntillögu í gær. Hann vill að öllum veiðum verði hætt um ótilgreinda framtíð fyrir utan þær veiðar sem frumbyggjar í hvalveiðiríkjum þurfi nauðsynlega á að halda sér til framfærslu"
Það er með ólíkindum hve margar þjóðir heims eru illa upplýstar um fjölda hévaldýra á heimshöfum okkar, og ekki síst hve mikið þeir éta af aflaverðmæti okkar á hverju ári!!!! Ég hlýt að kenna grænfriðungahreyfingunni, ásamt urmull af svipuðum hreyfingum um allar jarðir um hve mikið logið hefur verið að þessum þjóðum hve varðar stofnstærðir þessa dýra. Þetta er yfirleitt fólk sem ekki nennir að vinna handtak og gerir sig út til að mótmæla hér og þar úti í heimi, og er styrkt af ónafngreindum aðilum sem hafa ekkert betra við peninga sína að gera, enda sennilega komnir af sömu uppsprettu og fjármálasnillingar Kaupþings og hinna bankanna, eitthvað varð að gera við þennann gróða!!!
http://visir.is/article/20100226/FRETTIR01/947624297
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.