30.1.2010 | 19:31
Forseti Íslands í útrás
það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að Ólafur er í stuði þessa daganna, hann er ódrepandi við að afla okkur atkvæða og notar hvert tækifæri til þess, og ég virði það mikils, en eitt sló mig illilega og það var þegar hann talaði um hve illa bretar og hollendingar væru að fara með okkur, og í næstu setningu talaði hann um Ísland sem eina af ríkustu þjóðum landsins! sem við vissulega erum að ákveðnum skilningi, en það lýtur ekki vel út í þessum samanburði og í þessari orðaræðu forsetans. Það þarf að viðhafa alla mögulega skynsemi og orðheppni við öll opinber tækifæri, það gerði forseti Íslands ekki í þessu tilfelli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.