Færsluflokkur: Mannréttindi

Mótmæli verða að vera hnitmiðuð!

Já, það eru orð í tíma töluð hjá Bubba þegar hann mætti með heila grúbbu við Seðlabankann og sagði þingmönnum til syndanna  og mættu fleiri mæla svo, en það eru fleiri fletir á þessum mótmælum, og nefni ég þá sem dæmi hið óbreytta starfsfólk sem vinnur t.d. í Seðlabankanum og hefur gert lengi, og er umbunað eins og okkur öllum, með árshátíð einu sinni á ári, sumir líta á árshátíðir eins og jól nr 2, ef ég má gerast svo djarfur að segja :), en hvað um það,  nú mætti allt mótmælaliðið á þessa hátið starfsfólks ( því árshátíðir eru náttúrulega fyrst og fremst fyrir hin almenna launþega, en ekki stjórnendur, þó þeir sjái sér oft fært um að mæta í flugumynd ),en það var náttúrulega ekki mjög auðvelt  fyrir fólkið að skemmta sér vegna allra mótmælanna þar, enda var henni slúttað snemma, sökum óhóflegra mótmæla á þeim tímapunkti, að mínu mati,( þetta fólk var kannski búið að hlakka til í marga mánuði að fara út og lifta sér upp, því ekki fara allir út um hverja helgi á djammið! :) )  Síðan hófust mótmæli fyrir utan Seðlabankann sjálfann, og var stundum á mörkunum að þessir sömu starfsmenn kæmust inn til vinnu fyrstu dagana, þetta sýnir, að stundum verða þeir sem síst eiga hlut að máli, verst fyrir barðinu á þessum annars góðu mótmælum.  Allt hefur sinn stað og tíma :) .


Spákaupmennska eða ?

Það kemur sennilega mörgum á óvart hvernig komið er fyrir okkur íslendingum nú á dögum, okkur sem  verið hafa  sjálfum okkur þokkalega nógir í gegnum tíðina, og getað með sjávarútvegi okkar og landbúnaði, nokkurn veginn brauðfætt þjóðina, þó að vísu innflutningur hafi alltaf verið meiri en útflutningur og skuldir ríkisins hafa á stundum verið meiri en menn vildu.

Ég man vel þegar ég var ungur drengur að alast upp í Sogamýrinni og pabbi var alltaf á sjónum og mamma að hjúkra særðum og sjúkum á spítala, og við systkinin þurftum oft að sjá um okkur sjálf, þannig séð, þó sáu foreldrar okkar alltaf  fyrir því að við hefðum mat á borðum þegar þau voru úti að vinna, pabbi var kannski úti á sjó vikum saman og stundum mánuði, og mamma vann margar aukavaktirnar sem hjúkrunarkonur þurftu í þá daga að gera, og gera enn ! oft næturvakt í kjölfar dagvaktar.
Ég minnist þess alltaf þegar pabbi kom heim eftir langa siglingu og hafði selt afla á markað í Hull eða Grimsby, og kom heim korter fyrir jól, oft með ný epli eða  kassa af vínberjum, sem maður sá ekki mikið af á þeim tímum, og stundum leikföng sem unga drengi gat aðeins dreymt um! Það voru sko jól til að tala um.

Þið eruð kannski að pæla í því hvað æska mín komi þessu við, en jú, ég er  aðeins að koma jákvæðum straumum inn á milli þessarar umræðu til að brjóta þetta upp.

En nú hafa dökk ský hrannast upp og þau þykkna dag frá degi, og það sem við skulduðum fyrir tuttugu eða þrjátíu árum eru hjóm eitt hjá því sem er í dag. Hvað kom fyrir og hver er sökudólgurinn, ef einhver er.
Er hægt að benda á einhvern einn, eða er þetta samtvinnað einhverjum margslungnum þráðum ofnum af slyngum mönnum sem sáu sér leik á borði í kjölfar hinnar miklu byltingu sem varð í kjölfar tækninnar og notkunarmöguleika tölva og þeirra upplýsinga er henni fylgdu? Nýútskrifaðir viðsiptafræðingar háskólanna (hérlendis sem erlendis)  hljóta að hafa verið ginkeyptir fyrir góðri vinnu hjá hinum fjölmörgu fjármálafyrirtækjum sem spruttu upp eins og gorkúlur út um allt og urðu gróðrarfíkninni að bráð og þá er ekki að sökum að spyrja. Að ekki sé talað um allar þær siðareglur sem margbrotnar hafa verið og greinilega engin hefur túlkað rétt. Nú fer í hönd endurskipulagning fjármálakerfa um allan hin vestræna heim um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að spákaupmenn eða aðrir fjárglæfrarmenn geti orsakað hrun, ekki bara eins samfélags heldur allrar jarðarinnar. Eins og alheimur veit hefur afleiðing alls þessa orsakað hrun vaxtaskeiðs og "góðæris" sem auðvitað er orðið til af þennslu þessa tímabils, sem ég tel að" spákaupmenn" hafa hrundið af stað og ekki sér fyrir endann á því ! 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband