Færsluflokkur: Ferðalög
7.2.2009 | 22:43
Spákaupmennska eða ?
Ég man vel þegar ég var ungur drengur að alast upp í Sogamýrinni og pabbi var alltaf á sjónum og mamma að hjúkra særðum og sjúkum á spítala, og við systkinin þurftum oft að sjá um okkur sjálf, þannig séð, þó sáu foreldrar okkar alltaf fyrir því að við hefðum mat á borðum þegar þau voru úti að vinna, pabbi var kannski úti á sjó vikum saman og stundum mánuði, og mamma vann margar aukavaktirnar sem hjúkrunarkonur þurftu í þá daga að gera, og gera enn ! oft næturvakt í kjölfar dagvaktar.
Ég minnist þess alltaf þegar pabbi kom heim eftir langa siglingu og hafði selt afla á markað í Hull eða Grimsby, og kom heim korter fyrir jól, oft með ný epli eða kassa af vínberjum, sem maður sá ekki mikið af á þeim tímum, og stundum leikföng sem unga drengi gat aðeins dreymt um! Það voru sko jól til að tala um.
Þið eruð kannski að pæla í því hvað æska mín komi þessu við, en jú, ég er aðeins að koma jákvæðum straumum inn á milli þessarar umræðu til að brjóta þetta upp.
En nú hafa dökk ský hrannast upp og þau þykkna dag frá degi, og það sem við skulduðum fyrir tuttugu eða þrjátíu árum eru hjóm eitt hjá því sem er í dag. Hvað kom fyrir og hver er sökudólgurinn, ef einhver er.
Er hægt að benda á einhvern einn, eða er þetta samtvinnað einhverjum margslungnum þráðum ofnum af slyngum mönnum sem sáu sér leik á borði í kjölfar hinnar miklu byltingu sem varð í kjölfar tækninnar og notkunarmöguleika tölva og þeirra upplýsinga er henni fylgdu? Nýútskrifaðir viðsiptafræðingar háskólanna (hérlendis sem erlendis) hljóta að hafa verið ginkeyptir fyrir góðri vinnu hjá hinum fjölmörgu fjármálafyrirtækjum sem spruttu upp eins og gorkúlur út um allt og urðu gróðrarfíkninni að bráð og þá er ekki að sökum að spyrja. Að ekki sé talað um allar þær siðareglur sem margbrotnar hafa verið og greinilega engin hefur túlkað rétt. Nú fer í hönd endurskipulagning fjármálakerfa um allan hin vestræna heim um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að spákaupmenn eða aðrir fjárglæfrarmenn geti orsakað hrun, ekki bara eins samfélags heldur allrar jarðarinnar. Eins og alheimur veit hefur afleiðing alls þessa orsakað hrun vaxtaskeiðs og "góðæris" sem auðvitað er orðið til af þennslu þessa tímabils, sem ég tel að" spákaupmenn" hafa hrundið af stað og ekki sér fyrir endann á því !
Ferðalög | Breytt 13.3.2009 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 05:37
Hvalveiðar, eða "hvalveiðar"
Það er reginmunur á hvalveiðum og "hvalveiðum" með upphrópunarmerki. Af hverju? jú, vegna þess að hvalveiðar, án upphrópunarmerkis, er heilbrigð skynsemi meðan sú með "upphrópunarmerkjunum" er óskynsöm. Af hverju? Vá, þetta hljómar ekki "sánd" en án alls gríns, þá er staðreyndinn sú að hvölum í hafinu fer svo gríðarlega fjölgandi að miklil ógn stafar að.
Hvar liggur sú ógn, hljóta þeir sem ekki vita betur, og eru kannski ekki sammála þessari kenningu að spyrja.
Í fyrsta lagi er málum þannig háttað, að sk. mælingum vísindamanna okkar er fjöldi flestra stofna hvala við Ísland orðinn það mikill að til vandræða horfir. Þessi dýr hljóta að þurfa að borða gríðarlega mikinn mat, og ef þau ætla í keppni við okkur mennina um fiskinn í sjónum, vil ég miklu fremur að við vinnum þá viðureign en hvalirnir stóru, sem gleypa gríðarlegt magn af fiski ár hvert. Hvað viljum við hafa í sjónum í náinni framtíð , fisk til að veiða, og seðja hungur komandi kynslóða, eða full höf af risastórum kvikindum sem búinn eru að gleypa allann okkar fisk með stuðningi heimskskra, atvinnulausra aumingja um allann heim sem ekki hefur hugmynd um hvað um er að vera í okkar lífríki.
Og ofan á allt koma óánægjuraddir frá "hvalaskoðunarranninum , free Willie, og allt það batterý sem það allt er. Það hefur sýnt sig að ferðamönnum hefur síst fækkað þó hvalveiðar hafi verið stundaðar svo til hlið við hliðl
Ferðalög | Breytt 6.6.2009 kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)