Færsluflokkur: Bloggar

Kolbrún verður að víkja!

Held að Kolbrún verði að víkja í ljósi þess sem hún sagði í kvöld! hún sýnir að hún er enn gegnheill kommúnisti með það eina að leiðarljósi að færa okkur aftur í aldir með hennar stjórnunarháttum!  Svo er það spurnig um hina í VG, eru þeir úlfar í sauðsgæru?

Titillinn sennilega tryggður

Þar sem Arsenal náði að taka stig af Liverpool er ekkert sem stendur í vegi fyrir að þeir landi titlinum í ár, sorry allir poolarar! Annars verða Arsenal menn Evrópumeistarar Wizard
mbl.is Manchester United náði þriggja stiga forskoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG mun ekki fara i sæng með Samfylkingu!

það er sama hvað hver segir, VG mum að öllum líkindum ekki fara í stjórn með Samfylkingu að öllu óbreyttu, of mikill er ágreiningur þeirra um aðild að EB. Þeir nunu biðla til Sjálfstæðísflokks og er ég nokkuð hlynntur því. Svandís Svavarsdóttir var mög varkár í sínu máli í kvöld, en á milli lína mátti lesa að djúp gjá er á milli þeirra Össurar og Svandísar.


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roð í hundskjafti !

Spilling stjórnmálamanna er álíka viðloðandi og roð í hundskjafti !  

Nú þegar að pólitíkusar eru í óða önn að sannfæra menn um ágæti síns framboðs, koma margar spurningar upp í hugann, svo sem um heiðarleika manna og hve margsaga þeir hafa verið í aðraganda kosninga æ eftir æ.

Það eru hrikalega erfiðir tímar um þessar mundir og ekki auðvelt fyrir stjórnmálamenn að úttlala sig um stefnumál sín, þar sem í raun allt er á öðrum endanum hvað varðar stefnur og strauma, klisjurnar sem hingað til hafa dugað í kosningabaráttu undanfarinna kosninga eru ekki teknar gildar lengur og er oft aumkunarvert að hlusta á frambjóðendur reyna að koma sínum "loforðum" á framfæri, og vitandi að flestir þeirra hafa verið að þiggja peninga frá "útrásarfyrirtækjum" er ansi erfitt að standa frammi fyrir almúganum og spyrjendum sjónvarpsstöðvanna sem ekki draga af sér í leit sinni að veikum framburði viðmælenda sinna. Hverjir á fætur öðrum hafa reyndir sem óreyndir sjórmálamenn fallið á framboðsfundum í sínum kjördæmum og er undantekning ef einhver hefur hefur staðist spurningaflóðið, sitt sýnist hverjum eins og endranær.

 


Viðsnúningur VG rétt fyrir kosningar?

Er þetta viðsnúningur núna rétt fyrir kosningar til að bjarga ótímabæru innleggi Kolbrúnar H (sem kannski átti aðeins að koma til kynningar eftir kosningar þegar völdin væru tryggð og meirihluti fyrir hendi?)   eða er þetta  viðhorf sem þeir eru að leiðrétta vegna rangra túlkunar hennar til þessa málaflokks, og kannski yfirleitt til allra þeirra ?

Ég er virkilega óánægður með framflutnig VG núna í vikunni og menn gersamlega á skjön við hvorn annann! Ef þeir ætla að sannfæra okkur semd íhuguðu að kjósa þá, verða þeir að sannfæra mig og aðra um heiðarleika sinn!! 


mbl.is VG ekki gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt ég hefði heyrt um öll trixinn í bókinni :)

Þetta er alveg makalaust, haha, taka út pening fyrir áramót og inn aftur í janúar, allt til að blekkja skattræfilinn! gaman væri að vita hver ráðlagði henni þetta, eða er þetta ein af þessum sem ekki þiggja ráðleggingar, en sektin ætti ekki að vefjast fyrir henni þar sem hún er ákaflega litill hluti af þeirri upphæð sem um ræðir Cool
mbl.is Reyndi að fela hundruð milljóna fyrir skattinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei að gefast upp!

Sjaldan er ein báran stök í tólf ÁstþórumAlien eða hér um bil. Nú þegar aðeins vika er til kosninga fer þetta harðnandi, og er Lúðahreyfingin, (ég meina lýðræðishreyfingin) alls engin undantekning þar.

Hin ötuli og allsekkiþreytti Ástþór Magnússon fór í krossferð heim til lögreglustjórans hans Stefáns Eríkssonar og krafðist..... ja bara einhvers, því honum hefur sennilega fundist halla á sig vegna Rúvs, enda engin linkur á þeirra síðu honum til dýrðar, en fyrst fór hann þó á lögreglustöðina þar sem engin vildi taka á móti honum, skil ekkert í þvi. Allt fór þetta þó vel og Ástþór fór ánægður heim og ekki var verra að frétta að skv. skoðannakönnun sem gerð var á netinu voru þeir með 32.5% fylgi og er sennilega vaxandi þegar þetta er skrifað, en þessi könnun var mjög vísindaleg, gerð af"Hvíta Riddaranum" http://hvitiriddarinn.blog.is/blog/hvitiriddarinn/

Ég er ekki í vafa um hvað ég ætla að kjósa Wink

 


3599 því ég dreg mitt atkvæði tilbaka!

Ég verð að hætta við því ég tel þetta ekki vænlegan kost nú þegar ég hef hugsað málið til enda,

það er langt frá því að  EB bjargi öllu? Bull og vitleysa, við þurfum bara að þrauka í dálítinn tíma og sjá, það lagast allt, við finnum oíu og fiskurinn heldur áfram að vera góð auðlind.

http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/#entry-857246


Ef ég kýs Ástþór...

Þá vil ég að hann borgi allar mínar skuldir, sem eru reyndar ekki mjög háar, og að hann komi mér í sólarferð í sumar til Spánar í tvær vikur, lagi bremsurnar á bílnum mínum sem eru eitthvað að stríða mér, og síðast en ekki síst, finni handa mér sætann hund sem ekki fer úr hárum og geltir ekki, og sitji þegar ég segi honum að setjast. ( helst ekki tík, þær eru nefnilega frekari! )

Það er ekki hlutverk AGS að sækja um styrki fyrir fullvalda ríki!

Þarna hafið þið það, ekki nota þetta í kosningabaráttunni ykkar, evran verður ekki tekinn upp án beinnar aðildar að EB.

http://visir.is/article/20090418/FRETTIR01/500854805/-1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband