Færsluflokkur: Bloggar

Sorglegt slys í Kongó

Þetta slys er hrikalegt en hefði senilega ekki átt sér stað í  Evrópu, olíubíllinn veltur í þorpinu og bensín byrjar að vella út úr bílnum, í stað þess að flýja fer fólk að þyrpast að bílnum til að ná í bensín sem er að leka úr farartækinu, og þá springur allt í loft upp.

Þarna er náttúrlega aðeins hægt að kenna um fátækt og skorti á fræðslu,  þar sem  ég geng út frá því að ekki sé  um háskólagengið fólki  að ræða.


mbl.is Skelfing í smáþorpi í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjar áfram

Unnu Paraguæ  1-0 úha úha!!!

Spánverjar komnir yfir 1-0

Hola Senor  

  








Þessi ríkisstjórn er eins og bland í poka!

Það má líkja þessari ríkisstjórn við fimm ára frænku mína sem á laugardögum bíður alltaf eftir sínu "blandi í poka" og fær ef hún hefur verið góð stelpa, hún  veit aldrei hvað er í pokanum og það er mest spennandi, það má segja það sama um stjórnina, þú veist ekkert hvað er í gangi hjá þeim fyrr en þeir gera hvert axarskaftið af fætur öðru, það er einhverskonar bland í poka þar sem allt nammið er vont, ef ekki beinlínis skemmt!!!


Vítaspyrnur á báða bóga og báðir verja!!!

Ótrúlegur leikur hjá þeim, bæði lið búinn að klikka á víti!!!!


Níu langreyðar skotnar á tæpri viku og 166 eftir !

Nú höfum við skotið níu langreyðar á tæpri viku frá því að veiðar hófust, og  er það ágætur árangur. Heimilt er að veiða 175 hvali í ár, og skal engan draga það  í efa að þetta sé rangt, hver borðar ekki súrt hvalrengi?? Við ólumst upp á því, reyndar var það ekki þessi munaðarvara þá, enda annsi dýrt í dag eða um 2400 kr kg.

En þvílíkt lostæti namm namm   








Þrefallt húrra fyrir Bridgelandsliði okkar

Þetta er frábær árangur og sýnir enn hve lítil þjóð eins og okkar 320 þúsund manna land getur og kann, tek hatt minn ofan fyrir þeim ( í orðsins fyllstu )Smile
mbl.is Besti árangur á Evrópumóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðverjar rústa Argentínu

Nú grætur Maradonna nokkur bitrum tárum enda er lið hans úr leik eftir burst þjóðverja 4-0, hvern hefði grunað það! En þetta  var fyllilega sanngjarnt og ekkert meira um það að segja, nú mæta þeir Spáni eða Paraguæ í undanúrslitum.


Þjóðverjar búnir að skora

Thomas Muller er búinn að skora fyrir þjóðverja eftir aukaspyrnu.


Talsmaður neytenda sendi skuldurum skilaboð!

"Talsmaður neytenda hefur sent bönkum og bílalánafyrirtækjum landsins tilmæli um að fólk og fyrirtæki með gengistryggð lán greiði aðeins fasta krónutölu af hverri milljón - þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör hinna ólöglegu lána. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tekur vel í tilmælin. "

Halló!!  Af hverju tekur ríkistjórn Íslands ekki bara af skarið og setur lög á þetta bull! þeir hafa sett lög á annað eins!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband