Færsluflokkur: Bloggar
3.7.2010 | 23:04
Sorglegt slys í Kongó
Þetta slys er hrikalegt en hefði senilega ekki átt sér stað í Evrópu, olíubíllinn veltur í þorpinu og bensín byrjar að vella út úr bílnum, í stað þess að flýja fer fólk að þyrpast að bílnum til að ná í bensín sem er að leka úr farartækinu, og þá springur allt í loft upp.
Þarna er náttúrlega aðeins hægt að kenna um fátækt og skorti á fræðslu, þar sem ég geng út frá því að ekki sé um háskólagengið fólki að ræða.
![]() |
Skelfing í smáþorpi í Kongó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.7.2010 | 20:23
Spánverjar áfram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2010 | 20:11
Þessi ríkisstjórn er eins og bland í poka!
Það má líkja þessari ríkisstjórn við fimm ára frænku mína sem á laugardögum bíður alltaf eftir sínu "blandi í poka" og fær ef hún hefur verið góð stelpa, hún veit aldrei hvað er í pokanum og það er mest spennandi, það má segja það sama um stjórnina, þú veist ekkert hvað er í gangi hjá þeim fyrr en þeir gera hvert axarskaftið af fætur öðru, það er einhverskonar bland í poka þar sem allt nammið er vont, ef ekki beinlínis skemmt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 19:50
Vítaspyrnur á báða bóga og báðir verja!!!
Ótrúlegur leikur hjá þeim, bæði lið búinn að klikka á víti!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.7.2010 | 19:07
Níu langreyðar skotnar á tæpri viku og 166 eftir !
Nú höfum við skotið níu langreyðar á tæpri viku frá því að veiðar hófust, og er það ágætur árangur. Heimilt er að veiða 175 hvali í ár, og skal engan draga það í efa að þetta sé rangt, hver borðar ekki súrt hvalrengi?? Við ólumst upp á því, reyndar var það ekki þessi munaðarvara þá, enda annsi dýrt í dag eða um 2400 kr kg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 16:51
Þrefallt húrra fyrir Bridgelandsliði okkar

![]() |
Besti árangur á Evrópumóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 15:52
Þjóðverjar rústa Argentínu
Nú grætur Maradonna nokkur bitrum tárum enda er lið hans úr leik eftir burst þjóðverja 4-0, hvern hefði grunað það! En þetta var fyllilega sanngjarnt og ekkert meira um það að segja, nú mæta þeir Spáni eða Paraguæ í undanúrslitum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 14:08
Þjóðverjar búnir að skora
Thomas Muller er búinn að skora fyrir þjóðverja eftir aukaspyrnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 01:15
Talsmaður neytenda sendi skuldurum skilaboð!
"Talsmaður neytenda hefur sent bönkum og bílalánafyrirtækjum landsins tilmæli um að fólk og fyrirtæki með gengistryggð lán greiði aðeins fasta krónutölu af hverri milljón - þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör hinna ólöglegu lána. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tekur vel í tilmælin. "
Halló!! Af hverju tekur ríkistjórn Íslands ekki bara af skarið og setur lög á þetta bull! þeir hafa sett lög á annað eins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)