24.4.2009 | 22:36
Hef grun um að skoðannakannanir muni reynast ósannspáar!
Já, ég held að skoðannakannanir síðustu daga, muni ekki lýsa skoðunum kjósenda á morgun, ekki síst í ljósi þess að allt of margir kjósendur eru óákveðnir, og eins það að "fyrirsagnaglaðir" forystumenn sumra flokka hafa farið yfir strikið, Fyrst voru VG menn eða konur, Kolbrún Harðardótiir með yfirlýsingar um olíumál, síðan hikandi (ó)svör Steingríms sem settu kjósendur í enn meiri óvissu, Sigmundur og hans hemsendaspá var gríðarlega óábyrg svo ekki sé meira sagt, og nú hafa þrír forsvarsmenn ríkistjórnarinnar stígið fram á svið og sagt að þeir kannist ekki við það plagg sem Sigmundur vitnar í sinni "harmageddon" spá. Hvað stendur eftir, jú þeir einu sem ekki hafa verið með óabyrgar yfirlýsingar eru sjálfstæðismenn sem hafa verið mjög íhaldsamir og varkárir í sínum málflutningi nú í aðraganda kosninga og haldið sig tiltölulega til hlés. Ok, hvað á maður að kjósa, var ákveðinn í að kjósta VG en er hættur við í ljósi síðustu atburða, XB kemur heldur ekki til greina þar sem ég tel Sigmund fara yfir strikið í hræðsluáróðri, ekki koma Guðjón og frjálslyndir til greina þar sem ég get ekki litið fram hjá fasistatilburðum þeirra hér áður, gleymum Ástþóri, þá standa eftir Borgarahreyfing og Samfylking, og það má ekki útiloka XD, þeir hafa sýnt mikla endurnýjun þó ég vildi sjá fleiri menn út eins og Guðlaug.
Ef við tökum þetta saman og súmmum þetta upp, þá stendur eftir sá flokkur sem ég kaus síðast og það er ....................................... og hana nú
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.4.2009 | 20:51
Fyrsti naglinn í kistu Ólafs Ólafssonar
Hér er kominn fyrsti naglinn af mörgum í kistu Ólafs í Samskipum, (þá er ég ekki að tala um hans persónulega kistu, svo það sé á hreinu) hann er tengdur gríðarlega mörgum "skúffufyrirtækjum" og er ljóst að hans spilaborg er að byrja að falla, nú Egla og hvaða fyrirtæki verður næst? Ég vona að að ekki komi til að Samskip fari yfir um eða þá önnur fyrirtæki með mikið af almennum verkamönnum en óttast að slíkt sé óhjákvæmilegt!
![]() |
Egla óskar eftir nauðasamningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 20:10
Harmageddon Sigmundar
Mér finnst þetta ústpil Sigmundar og hans flokks fara út fyrir allann þjófabálk! og gríðarlega óábyrgt og gerir ekkert annað en að skapa algerann glundroða hjá almenningi, ég trúi ekki að bæði Jóhanna, Steingrímur og Gylfi ljúgii því að hafa ekki heyrt af þessarri skýrslu! þau hljóta að vita að það mun koma í bakið á þeim ef þau eru að ljúga um tilvist þessa plaggs.
Sjá hér svar frá Gunnari Andersen hjá FME í Vísi.isnú kl 18 :
http://visir.is/article/20090424/FRETTIR01/269448435
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2009 | 01:11
Goodbye,farwell !
![]() |
Talinn hafa svipt sig lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2009 | 00:27
Olíuleit Vinstri Gænna, taka 3
Skv þessari frétt : http://visir.is/article/20090422/FRETTIR01/219138542
Virðist sem allt logi í illdeilum vegna ummæla Kolbrúnar í kvöld, flokkurinn sér því þess ekki vænna en að gefa út þessa yfirlýsingiu og reyna að þagga þetta leiðinlega "mishapp" hennar Kollu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 23:57
Svar Kolbrúnar
Mig langar til að gubba þegar ég heyri svona afsakanir! það líða ekki nema 2-4 tímar frá því að á hennar hlut er sótt, að hún er komin með yfirlýsingu sem afsakar allt sem hún segir, þetta var allt heljarinnar miskilningur og voða leiðinlegt! þetta er það sem ég kalla aumkunarvert í hæsta skala, og þýðir aðeins eitt, ég kýs ekki VG í ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 23:42
Kolbrún verður að víkja!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 23:10
Titillinn sennilega tryggður

![]() |
Manchester United náði þriggja stiga forskoti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 23:00
VG mun ekki fara i sæng með Samfylkingu!
það er sama hvað hver segir, VG mum að öllum líkindum ekki fara í stjórn með Samfylkingu að öllu óbreyttu, of mikill er ágreiningur þeirra um aðild að EB. Þeir nunu biðla til Sjálfstæðísflokks og er ég nokkuð hlynntur því. Svandís Svavarsdóttir var mög varkár í sínu máli í kvöld, en á milli lína mátti lesa að djúp gjá er á milli þeirra Össurar og Svandísar.
![]() |
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2009 | 22:28
Roð í hundskjafti !
Spilling stjórnmálamanna er álíka viðloðandi og roð í hundskjafti !
Nú þegar að pólitíkusar eru í óða önn að sannfæra menn um ágæti síns framboðs, koma margar spurningar upp í hugann, svo sem um heiðarleika manna og hve margsaga þeir hafa verið í aðraganda kosninga æ eftir æ.
Það eru hrikalega erfiðir tímar um þessar mundir og ekki auðvelt fyrir stjórnmálamenn að úttlala sig um stefnumál sín, þar sem í raun allt er á öðrum endanum hvað varðar stefnur og strauma, klisjurnar sem hingað til hafa dugað í kosningabaráttu undanfarinna kosninga eru ekki teknar gildar lengur og er oft aumkunarvert að hlusta á frambjóðendur reyna að koma sínum "loforðum" á framfæri, og vitandi að flestir þeirra hafa verið að þiggja peninga frá "útrásarfyrirtækjum" er ansi erfitt að standa frammi fyrir almúganum og spyrjendum sjónvarpsstöðvanna sem ekki draga af sér í leit sinni að veikum framburði viðmælenda sinna. Hverjir á fætur öðrum hafa reyndir sem óreyndir sjórmálamenn fallið á framboðsfundum í sínum kjördæmum og er undantekning ef einhver hefur hefur staðist spurningaflóðið, sitt sýnist hverjum eins og endranær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)