Fimma hjá Takefusa

Mikið afrek hjá Björgólfi að skoara fimm mörk í dag og tryggja sér markakóngstitilinn í ár, þeir voru í  dag mun betri en Valsmenn og kom ekkert annað til greina en sigur hjá röndóttum í dag. Í raun eru þeir að mínu mati sigurvegarar seinni hluta mótsins, og voru betri en FH ingar á lokaprettinum þó svo að ekki tækist að ná titlinum í ár, en ég hef trú að að þeir taki þetta að ári Smile
mbl.is Björgólfur: Lagði aðeins meiri áherslu á að skora sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Titilinn er ekkert að fara úr Hafnarfirði annað er draumórar úr vesturbænum.

Gaflari (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 19:57

2 identicon

Já einmitt hvað eruð þið í áskrift eða?

KR ingur (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég held að KR ingar verði mun sterkari að ári en FH, hvaða rök eru þar að baki? jú,  FH ingar eru saddir og þó það verði ekki ætlunin, þá verður mönnum alltaf á í messunni í skjóli þess hve öruggir menn eru með sig, KR ingar aftur á móti verða hungraðir í titil og munu fylgja frábærum endaspretti sínum eftir, svo framarlega sem Logi og Pétur verða áfram við stjórnvölin.

Guðmundur Júlíusson, 26.9.2009 kl. 20:17

4 identicon

FH spilaði oft á tíðum með varalið í seinniumferðinni ekkert félag á eins mikið af ungum leikmönnum sem hafa fengið elskírn í sumar.Svo vorum við að fá Hr Fjölni sem gerir gott lið enn betra.

Gaflari (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Furðulegt alveg að allir voru að tala um yfirburði FH liðsins í allt sumar. Heilu forsíðurnar lagðar undir að sega frá 7 leikjum án taps og ég veit ekki hvað og hvað. Helst átti FH bara ekkert að vera að spila við svona lítil lið eins og boðið er uppá hérlendis, það var þeim bara eiginlega ekki samboðið.

En einhveja hluta vegna skildu aðeins 3 stig á milli FH og KR í lokin.  Þeir sem voru að horfa á boltann nú í sumar og sérstaklega seinni hluta móts sjá alveg hversu yfirburða lið KR ingar eru með í samanburði við FH.

Við KR sýndum það í dag á móti valsmönnum að við erum með laaangbesta liðið á Íslandi í dag.

YFIRBURÐARLIÐ!!!

S. Lúther Gestsson, 26.9.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Tek undir það

Guðmundur Júlíusson, 27.9.2009 kl. 00:40

7 identicon

FH var með yfirburðalið í sumar en meiðsli margra lykilmanna seinnihlutann orsakaði stigatap.Mótið er 22 leikir og segir stigataflan allt FH með flest stig.

Gaflari (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 01:39

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Núúú....Hvað segirðu voru menn að meiðast í fh liðinu? Það hef ég aldrei heyrt gerast í öðrum liðum.

Helv...Barbie dúkkur.

S. Lúther Gestsson, 27.9.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband