Þeir segjast hafa samið við ríkiststjórnina en ekki þingið!!

Þessi viðbrögð hollenska fjármálaráðherrans benda til þess að  þeir líti allt öðrum augum á þetta mál en við, hann  gefur í skyn að þetta breyti engu þar sem þeir telja að þeir hafi samið við ríkisstjórn Íslands um málið og ekkert geti breytt því!! Mér líst ekki á þessi ummæli hans.
mbl.is Sömdum við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Komi slíkt í ljós er aðeins eitt svar við því:

GREIÐSLUVERKFALL ÞEGAR ÞAR AÐ KEMUR! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.8.2009 kl. 20:07

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ójá, það eru athyglisverðar vikur framundan hvað þetta varðar, ég  held að ýmislegt ömurlegt eigi  eftir að líta dagsins ljós á næstunni!!

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2009 kl. 20:30

3 identicon

Guðbjörn Guðbjörnsson:

Greiðsluverkfall, já?

Og hvernig nákvæmlega hyggst þú tryggja flutning á lyfjum, stáli, olíu og öðrum nauðsynjavörum til landsins? Bara fokkit?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:08

4 identicon

.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:08

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helgi Hrafn, ég held að þú sért að misskilja hvað greiðsluverkfall gengur úta. En til að reyna að svara spurningu þinni þá verður maður einfaldlega að hugsa í lausnum en ekki vandamálum.

Lyf = Bjöggi Thor á lyfjaverksmiðju í Hafnarfirðinum. Á Íslandi er líka haugur af flinkum lyfjafræðingum og efnafræðingum, t.d. hjá DeCode í vatnsmýrinni.

Stál og aðrir málmar = Framkvæmdir eru hvort sem er í lágmarki, en svo er líka járnblendiverksmiðja á Grundartanganum. Ál er okkar helsta framleiðsluvara og úr því er margt hægt að byggja líka.

Olía = því fyrr sem við hættum að flytja hana inn því betra, sparar gjaldeyri. Hér á landi eru bæði metan- og vetnisstöðvar, nóg af hreinni raforku, getum ræktað repju og unnið úr henni olíu. Mjög mörgum vélum er auðvelt að breyta fyrir þessa orkugjafa og það yrði líka þjóðhagslega hagkvæmt. Vissulega kostnaðarsöm umskipti en engu að síður óhjákvæmileg og skynsamleg til lengri tíma litið.

Aðrar nauðsynjavörur? Matur: veiðum fisk úr sjónum, ölum búfé til slátrunar, ræktum ávexti og grænmeti í gróðurhúsum í Hveragerði og á Flúðum. Basically það sama og við erum vön að gera. Gróðurhúsin knúin með íslenskri raforku úr vatnsafli, skipin gætum við knúið með repjuolíu.

Þetta er auðvitað ekki fullbúin uppskrift að sjálfbæru Íslandi, en vonandi í áttina.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 21:42

6 identicon

Guðmundur:

Að breyta innviðum efnahags Íslands á þessa leið krefst þess sama og iðnaður almennt; þ.e. hráefnis, vinnu og tíma, með öðrum orðum fjármagn nema við fáum alvöru harðstjóra sem getur látið fólk gera hlutina án þess að fá borgað og tekið hráefni án þess að borga fyrir það.

Ef við gætum notað íslenska krónu sem fjármagn í þessum skilningi væri hér ekkert vandamál. En vandinn er einmitt sá að við þurfum erlent fjármagn til þess að gera þessa hluti, rétt eins og stóriðju almennt. Við hefðum ekki getað byggt Kárahnjúkavirkjun, til dæmis, án erlends fjármagns. Ástæðan er sú að hér er einfaldlega ekki NÓG AF auðlindum til að viðhalda innviðum hagkerfisins. Ef við hefðum nóg af þeim værum við ekki í neinum vandræðum en Ísland er mjög fátækt af auðlindum.

Fiskurinn í sjónum hér hefur aldrei dugað til að ala meira en 50.000 manns fyrr en með verulegu erlendu fjármagni, enda skriðu Íslendingar varla úr hellunum áður en hér var ausið bandarískum dollurum sökum Kalda Stríðsins. Það eru nákvæmlega slíkar fjárveitingar sem eru úr sögunni ef við borgum þetta ekki.

Ísland hefur alltaf þurft og mun alltaf þurfa erlent fjármagn til uppbyggingar. Ísland er ekki byggilegt 300.000 manns án þess og allt sem við tökum sem sjálfsögðum lífskjörum á Íslandi í dag, eru háð erlendu fjármagni. Ef þetta væri ekki tilfellið væri þessi bankakreppa ekkert mál yfirhöfuð og við þyrftum ekki að standa í þessum deilum við Bretland og Holland til að byrja með.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:59

7 identicon

Þarna er ég eitthvað að misstíga mig í seinustu málsgrein.  Það má strika út setningu 1 og 2.

Gleymdi líka, Guðmundur Ásgeirsson, að segja að ég vildi gjarnan innleiða þetta sem þú leggur til, þegar þessi bankakreppa er búin. En svona hluti þarf að gera á meðan stórframkvæmdir eru fjárhagslega mögulegar sem þær eru ekki núna, og það er vandamálið sjálft.

Eins og ég segi, þetta er ekkert mál í prinsippinu ef maður einfaldlega tekur ekki með í reikninginn hvað þessi lausn kostar af auðæfum sem við höfum ekki. Við skuldum auðæfin sem þarf til að gera þessa hluti og enginn lánar okkur nema við sönnum að við borgum okkar skuldir til baka þegar okkar ríki klúðrar hlutunum á epic hátt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:04

8 identicon

Sammála þér Guðmundur, hérna er greinilega einhver maðkur í mysunni, enn einn sem að við almenningur eigum sko ekkert að fá að vita. Eina ferðina enn.

Kannski er búið að ákveða þetta allt saman á bak við tjöldin.

Þórkatla Snæbjörnsdótttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:18

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þakka þeim sem tjáð hafa sig hér í kvöld og sitt sýnist hverjum, en ég hvika ekki frá því að það er eitthvað gruggugt á bak við tjöldin!!!

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband