Biskup ákærður fyrir yfirhylmingu, einu sinni enn ?

Þetta er ekki lengur fyndið, heldur hrikalegt alheimsvandamál!, út um allar trissur eru prestar að gerast sekir um alvarleg brot á "sóknarbörnum" sínum og það virðist sem að yfirmenn kirkjunar um allan heim láti það óátalið,  hvort sem það er biskupinn á Íslandi eða hvar sem er, spillingin er ógeðsleg og það eina sem réttlætanlegt væri í stöðunni að gera, væri að leggja öll trúfélög niður með þeim hætti sem nú eru við lýði!! enda gera gera flest trúfélög ekki annað en að safna eignum og fita trúarleiðtofa þeirra þegar að upp er staðið.

2011-09-28_Bartolucci_18

 


mbl.is Biskup ákærður fyrir yfirhylmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er og verður svona meðan reglan er að prestar kaþólsku kirkjunnar megi ekki kvænast. Á meðan finna sér hæli og skjól í kirkjunni öfuguggar barnaníðingar og önnur kynferðisleg ómenni, því menn velta því eðlilega ekki fyrir sér af hverju presturinn hafi ekki kvænst. Vissulega eru líka dæmi um kvænta nýðinga innan kirkjudeilda, samanber viðbjóðinn Ólaf Skúlason, en þeir eru eðli máls samkvæmt mun færri. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2011 kl. 08:10

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það sem mér finnst siðlausast í þessu öllu saman er að öllum þessum mönnum finnst þeir ekkert hafa gert af sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.10.2011 kl. 08:10

3 identicon

Það sem hrikaleg afleiðing af þessu, er ekki bara eyðilegging barnsálarinnar heldur líka blettur á trú okkar og kirkju.

Karl biskup á að segja af sér og hreinsa þarf til hjá kirkjunnar þjónum.

Það eru ekki mörg börn sem treysta prestum í dag.

Það geri ég ekki heldur. Ég hef mína barnatrú, en aldrei skal ég stíga inn í íslenska kirkju fyrr en biskup og þeir prestar sem hlut eiga að máli með yfirhilmingu af "perramálum" hafa sagt af sér eða reknir burt með skömm og engin eftirlaun, takið eftir engin eftirlaun. Þá held ég að landslag kirkjunnar myndi breytast.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 08:34

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fáránlegar alhæfingar um trúfélög af þinni hálfu, Gummi minn góður.

Og ef ástæður þessarar kynferðismisnotkunar eru helztar þær, sem Axel J.H. virðist telja, ættu slík tilfelli þá ekki að vera langtum algengari hutfallslega í kaþólsku kirkjunni heldur en öðrum kirkjum þar sem prestar eru flestir kvæntir? En er þetta nokkuð algengara (t.d. tilfelli á hverja 1000 presta) í þeirri kirkju en öðrum? Hafið í huga, að 51% kristinna manna telst til kaþólsku kirkjunnar og að hún er með fleiri presta hlutfallslega en flestar aðrar kirkjur.

Jón Valur Jensson, 15.10.2011 kl. 18:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Valur stórisannleikur vill eðlilega láta svo líta út, að allur viðbjóðurinn innan Káþólsku kirkjunnar sé kominn upp á yfirborðið og sé öllum sýnilegur og að þar sé ekki lengur stunduð yfirhylming og þöggun.

Engin járning eða viðurkenning á þessum viðbjóði innan Kaþólsku kirkjunnar hefur frá henni komið nema að hafa verið þvinguð fram.

Innlegg Jóns stórasannleiks er aðeins dæmigerð þöggunartilraun af hans hálfu, enda ekki von á öðru úr þeirri áttinni. Hann myndi aldrei, af fyrrabragði, játa neitt á kirkjunna eða sjálfan sig í þessum efnum, hann væri þá búinn að því, ekki satt Jón?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2011 kl. 20:24

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Takk fyrir innlitið öll

Guðmundur Júlíusson, 15.10.2011 kl. 21:35

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Takk fyrir ykkar innlegg Axel, Ingibjörg, Jóhanna og Jón Valur, í þessari röð!

Jón Valur, ég viðurkenni að ég var annsi reiður er ég las þessa frétt , og hef svo sem lesið þær margar um það sama,  ég gerði mig sekan um að segja að réttast væri að leggja af öll trúfélög, það er rangt af mér og biðst ég afsökunar, en það sem mér finnst enn er að margt af því illa í heiminum, stríð og annar ófriður, eru af trúmálum komin!

Guðmundur Júlíusson, 15.10.2011 kl. 21:45

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Axel ræður ekki við mitt raunverulega argúment og horfir þvi til annarra átta.

Partur af hans sérrökum til mín felst reyndar jafnan í ljótu, illkvittnu orðbragði.

1. klausa hans í "svarinu" hér kl. 20:24 inniheldur fullyrðingar (um að allt þessa eðlis í kaþ. kirkjunni sé komið upp á yfirborðið og öllum sýnilegt – og að "þar sé ekki lengur stunduð yfirhylming og þöggun") sem aldrei hafa verið mínar fullyrðingar og ég get ekki skrifað upp á, hversu mjög sem Axel þráir það.

Miðklausan kann að vera rétt hjá Axel; engin mótmæli af minni hálfu, þvert á móti þætti mér mjög fróðegt að sjá yfirgripsmiklar heimildir Axels um þetta.

Í 3. klausunni talar hann um "þöggunartilraun" af minni hálfu, en hvað var ég að þagga hér niður? Ég talaði um hlutina, eins og ég geri hér enn. Guðmundur í góða skapinu viðurkenndi réttmæti orða minna, sem ég beindi til hans (takk, Gummi); en Axel í illa skapinu kýs að skrökva, heldur því fram, að ég myndi aldrei "játa[ð] neitt á kirkjuna" í þessum efnum, og þó hafði ég áður vísað honum og bloggbandíttabandamönnum hans á grein, sem ég hafði skrifað að fyrra bragði um írsku presta-barnaníðingana, auk þess (m.a.) sem ég skrifaði í haust á sama kaþólska vef (Kirkju.net) um misneytingarmálin í Landakotsskóla.

"... eða sjálfan sig," bætir Axel við af sinni ófyrirleitni, en engan hlut á ég í þessum né skyldum málum.

Ekki ætla ég að taka það að mér að ala Axel upp á nýtt, hann verður bara að búa við sitt erfiða geðslag og reka sig á í henni veröld: finna það seint og um síðir út, að trúverðugleikinn eykst ekki í jöfnu hlutfalli við það, hve kjaftagleiður hann er eða vverður.

Og enn á hann eftir að svara hógværum spurningum mínum tveimur í fyrra innleggi mínu. Getur það verið, að hann vilji hreinlega ekki glíma við athugun þeirra mála?

Jón Valur Jensson, 16.10.2011 kl. 00:14

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Allskonar óeðli er innbakað í starfsemi og stefnu kaðólsku kirkjunar. Það er synd að svona vel gefin og menntaður maður eins og JVJ skuli ekki ganga til liðs við eitthvað annað trúfélag enn kaðólsku ef hann vill eyða orkunni í trúmál yfirleitt. Þessi umræða þarf að fara að snúast um aðalatriðið í þessum málun, og það er sinnuleysi fullorðinna gagnvart hverju máli sem viðkemur barni í neyð.

Börnum er ekki trúað sem leita hjálpar. Það er ekki hlustað á þau sem skildi. Fullorðið fólk er enn að taka hattinn ofan fyrir prestum og kirkjum. Og ekkert endilega kaðólsku kirkjunni, heldur öllum trúfélögum. Þetta þurfa menn að vera samtaka of breyta. Það má ekki láta hræðsluáróður kirkjunar sem misnotar einfaldleika og þroskaleysi fólks sem verður fangar hugmyndafræði kirkjunar, stjórna því hvernig menn haga sér gagnvart börnum. Vandamálið er fullorðinna og ekki barna.

Minni á stefnu Vatikansins á Filipseyjum sem sannar að kaðólskan er alls ekki á leiðinni að fara að breyta einu eða neinu í sambandi við barnaníð. Það er eytt milljónum dollara á ári gagngert til að verja kaðólska presta þar í landi. Hryllingurinn er svo svakalegur að hjálparstarfsmenn gráta yfir yfirgangi kirkjunar og tvöfeldni þeirra á eyjunni.

Menn sem bera ábyrgð á því að meira enn eitt hundrað kaðólskir prestar kenni börnum í skólum á daginn og níðist á þeim kynferðislega á kvöldin, segir allt um stefnuskrá þessa fjármálaveldis sem Vatikanið er. Ef páfinn vildi, gæti hann gjörbreytt stöðu þúsunda barna með einu pennastriki til hins betra.

Enn páfinn velur að fórna þessum börnum fyrir prestanna sína og það er óverjandi á allan hátt. Aðeins er rokið upp til handa og fóta þegar eitthvað mál kemst í hámæli. Þá er samið, sektir og mútur greiddar og svo haldið áfram með ógeðið innan kirkjunar. Ekki einu sinni verstu tegundir af glæpahreyfingum leyfa sér svona hegðun. Þeir skjóta gjarna hvern annan til að laga bókhaldið, ræna banka, pósthús og stela öllu steini léttara. Selja fólk til þrælahalds, pynta og kvelja óvini sýna og er illa við lögreglu. Þekki fullt af svona fólki í gegnum mína vinnu.

Það verður að teljast stórfurðuleg fílósófía að vilja tengjast þessum kaðólska félagsskap. Kirkja sem verndar og borgar stórfé fyrir að verstu sortir glæpa sem finnast á jörðinni þrífist óáreittir áratugum saman, er ekki hátt skrifaður hjá venjulegu fólki.

Stærstan hluta barnaníðs er frekar að rekja til yfirstétta þjóðfélaga enn verkamannastétta í gegnum sögunna. Barnaníðingar eru oftast valdafólk, aldir upp við strangan aga og ekkert endilega trúaðir þannig séð, eru miklir mömmudrengir og eiga helst engar kærustur. Flytja helst ekki að heiman fyrr enn við þrítugt og eru oft vel menntaðir. Þeir fá oft háar stöður í þjóðfélugum og oft kallaðir "broddborgarar" þar sem þeir lifa. Þetta er þó ekki regla því þeir eru til sem gifta síg inn í fjölskyldu til að komast í smábörn.

Þar sem þeir í eðli sýnu verða að lifa tvöföldu lífi, passar kirkjan vel sem felustaður. Og það getur einmitt verið skýringin á því hversu margir sækja í kaðólsku kirkjunna að það er ekki bara þolað innan veggja hennar að vera barnaníðingur, heldur fá menn vernd hennar líka.

Þetta er sjúkleiki sem berst mest með körlum. Samt er nýbúið að dæma í máli stórs hóps kvenna í Svíþjóð og er það fyrsta máli sinnar tegundar. Þar voru bara konur í netverki á öllum aldri og í öllum stéttum, sem seldu vídeómyndir af barnaníði um allan heim.

Svarið hjá einni móðurinni var alveg ótrúlegt. Hún sagði við dómarann að hún hefði ekki haft hugmynd um að barnaníð væri bannað! Tveggja barna 40 ára móðir sem hafði ekki heyrt neitt um bannið....vel menntuð, kristinn, vel gefin, í góðri stöðu og "hvers manns hugljúfi" er síðan lýsinginn á konunni frá nágrönnum...

Stundum á maður ekki orð....mín skýring er að þetta fólk komi frá annari plánetu. Það er jafngóð skýring eins og hver önnur í jafn furðulegri fíkn og þetta er.

Óskar Arnórsson, 16.10.2011 kl. 14:08

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dæmigerður "stórisannleikur" frá þér Jón og allir eru jafn nær.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2011 kl. 14:13

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ er alveg ágætur maður Axel ef kaðólska trúin hans væri ekki að trufla hann svona mikið. Engin er fullkominn...

Óskar Arnórsson, 16.10.2011 kl. 14:18

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hroki og dramb Jóns, að öðru slepptu, er þá úr kaþólskunni komið Óskar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2011 kl. 14:58

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já það er satt hjá þér Óskar að enginn er fullkominn. Mér varð t.d. á, á öðru bloggi, að stinga upp á að Jón Valur yrði næsti forseti lýðveldisins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2011 kl. 15:02

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Satt að segja væri ég alveg til í að kjósa JVJ sem forseta. Hann er akkúrat týpan í að vera í svoleiðis embætti. Og svo er ég viss um að hann sé heiðarlegur og það er alveg ágætt með...

Eg held að það sé erfiðara að losna við hroka og dramb ef maður er í trúflokki. Annars er hroki og dramb ákveðin tegund af krónískri innri hræðslu sem fólk lifir stundum með alla æfi...kaðólskan eins og mörg önnur trúsýstem, truflandi fyrir þroska fólks og bindur það vandamálum sínum í stað þess að leysa þau. Annars held ég að trúarbrögð séu oft góð kennsla ef þessi dýrkunarárátta væri ekki að eyðileggja allt.

Persónulega er ég sannfærður um að Guð sé trúlaus. Maður verður að fá útrás fyrir sannfæringunna eins og allir aðrir... ;)

Óskar Arnórsson, 16.10.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband