Dæmi um illa hugsaða framsetningu fréttar

Á vísi.is er grein  í kvöld þar sem að  fjallað er um ólánsaman mann sem varð úti vegna ofkælingar, en það sem slær mig fyrir utan þennann hræðilega atburð er framsetnin fréttarinnar í Vísi,is, þar sem segir:

"Lést þegar hann varð úti í Reykjvík"

Betri framsetning væri einfaldldega: "Varð úti í Reykjavík"  eða einfaldlega. "Varð úti"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er í það minnsta erfitt að verða úti og lifa það af.

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2011 kl. 05:00

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rétt Guðmundur.. ég las þetta fyrst svona .. "maður var úti í reykjavík" og hló við þrátt fyrir alvarleika málsins.. auðvitað á að segja að "maður varð úti í Rvk" .. svo létu þeir í það skína að þetta hafi verið ólánsmaður..

Óskar Þorkelsson, 26.3.2011 kl. 07:26

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Burt séð frá þessari sorglegu frétt um ólánsmann sem verður úti, finnst mér tími til kominn að þeir fái sér prófarkalesara, eða einhvern sem getur haft eftirlit með því hvað fer í blaðið. Þetta er hreinlega ekki hægt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.3.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband