Tugir erlendra sjúklinga á mánuði til Íslands

Gott og blessað, einhverjar tekjur koma af þessu, en það sem mér svíður kannski mest er að allt þetta fólk sem hingað kemur og borgar fyrir sig tekur pláss frá okkur hinum, er ekki gríðarlegur niðurskurður í heilbrigðismálum á Íslandi?

Það er á einhvern hátt eitthvað bogið við þessa frétt!, eða er ég að rugla?

childHospital


mbl.is Tugir erlendra sjúklinga á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég veit ekki hvaða pláss þú ert að tala um sem að erlendir sjúklingar gætu tekið frá okkur hinum... Það er verið að tala um sér aðstöðu fyrir þessa læknaþjónustu sem er meira og minna fyrir hendi í ónýttum húsnæðum...

Þetta gæti verið góð leið til að fá Læknana okkar heim til starfa, fyrir utan að þetta skilar bæði góðum tekjum til okkar og býr til störf sem svo sannarlega er þörf á Guðmundur eða finnst þér það ekki...

Annars sat ég þennan fund og það sem situr eftir í huga mér eru orð Guðbjarts Hannessonar "það er verið að búa til LÁGLAUNALAND hér á land" og þar greinilega passar þetta ekki inn í stefnu Ríkisstjórnarinnar...Það má engin hafa hærri laun en Forsætisráðherra...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.2.2011 kl. 18:27

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ingibjörg, einmitt, ónýttu húsnæði, af hverju er það? vegna þess að það er búið að skera svo niður að allt of mikið rými sem annars færi undir sjúklinga og eldri borgara, er  autt!!!!

Hvers vegna ertu að verja þessa stefnu niðurskurðar? 

Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 18:43

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Lesið það sem þið skrifið ...það er sannleikurinn í málinu.....þetta er vítahringur...og læknar og tannlæknar fog öll alvöru þjonusta fara bara eitthvað annað...og hvert haldið þið að sjúklingar fari? ........Þeir sem borga...þeir elta góða þjónustu, góða kunnáttu, góða lækna/tannlækna...
Hinir elta ódýra vafasama þjónustu með miku af alls konar einhverju "öðru " sem sumir eru svo hrifnir af

Verði Íslandi að góðu

Sigurjón Benediktsson, 19.2.2011 kl. 19:09

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ha! "..og hvert haldið þið að sjúklingar fari? ......." hin almenni borgari fer ekkert annað, hann hefir ekki efni á því Sigurjón!!!

Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 19:20

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Nákvæmlega ....hann ætti að flytja úr landi  og vinna þar ef ég á að vera hreinskilinn en óþjóðhollur ( hvað sem það nú þýðir)

Sigurjón Benediktsson, 19.2.2011 kl. 19:39

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú ert gersamlega út úr korti Sigurjón, vonandi verður þú ekki þess aðnjótandi að þurfa á heilsugæslu af neinu tagi! þá fyrst sérðu hvað kerfið er ömurlegt.

Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband