Ronaldo mikill svindlari

Mikið er ég sammála danska dómaranum Claus Bo Larsen vegna ummæla hans um Rónaldo hin portúgalska, ég hef aldrei þolað þann mann sem leikmannn eða persónu sökum leikaraskaps á vellinum, látandi sig detta við hvert tækifæri og biðla til dómara um aukaspyrnu eða víti, það er óþolandi, svona prímadonnur eiga ekki heima í íþróttum að mínu mati.

 


mbl.is Dómari segir Ronaldo mesta svindlarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Þetta er gömul frétt.  Þetta var óþolandi en hann er hættur þessu strákurinn og nú er dómarinn að reyna að baða sig í frægðarsól hans.

Ólafur Gíslason, 11.12.2010 kl. 07:36

2 identicon

Hættur!! Hvar hefur þú verið?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 20:58

3 identicon

Ólafur hætti greinilega að horfa fyrir ári. En það er ekki hægt annað af stráknum að segja að hann er góður með boltan þegar hann stendur í lappirnar. Annars er þetta ekki alltaf svindl, en lítur ut fyrir það. Mikil hraði og létt spark á fætur kemur okkur fjótara i jörðina, bara lögmál náttúrunar.

Ingolf (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband