Íslendingar ættu að skammast sín upp til hópa!!!

Það að aðeins um 40% þáttaka í kosningu til þessa stjórnlagaþings sé staðreynd er hin mesta hneisa fyrir land og þjóð, ég sem íslendingur skammast mín upp í háls og á ekki orð til að lýsa vonbrigðum mínum, hvernig  er komið fyrir okkur  "þjóðinni" já í hornklofa  þar sem ég er svo illilega vondur út í ykkur 60% sem ekki sáuð ykkur fært að kjósa!!! Ég sé fyrir mér fyrirsagnir í erlendum miðlum á morgun þar sem gert er grín að okkur fyrir þennann gjörnig???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það góða er að þá hafa okkar atkvæði meira vægi Annars er ég jafnvonsvikinn yfir þessu og þú. Ég hélt að mun fleiri myndu vilja nýta sér atkvæðisrétt sinn miðað við það ástand sem ríkt hefur hér á landi.

Hörður Sigurðsson Diego, 28.11.2010 kl. 03:34

2 identicon

Heill og sæll Guðmundur minn; æfinlega !

Hví; hvinur svo í þér, ómenguðum 15. aldar Englendingnum (með þeim fyrirvara; að þú berir hatt þinn virðulegan, að jafnaði), yfir þessarri sjálfsögðu hunzun, þorra landsmanna, á skrautsýningu gærdagsins, ágæti drengur ?

Sjá nánar; sögulegar röksemdir mínar - á minni síðu, þar um, Guðmundur minn.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:36

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hörður, takk fyrir þitt innlit, já þetta eru vonbrigði

Guðmundur Júlíusson, 28.11.2010 kl. 03:48

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Óskar, þú sem talar eins og Njáll hefur eflaust gert, ég, ómengaður fimmtándu aldar englendingurinn, ekki finnst mér sjálfsagt að fólk hunsi þennann sjálfagða rétt sinn  til að kjósa, það er það sama og að gefa fingurinn í  þjóðina!!

Frekar vil ég að fólk sýni andstöðu sína með því að skila auðu!!

Guðmundur Júlíusson, 28.11.2010 kl. 03:53

5 identicon

Heilir; á ný !

Guðmundur minn !

Tel ráðlegra; að þú lesir hugvekju mína, áður en þú sendir frekari ályktanir frá þér, litaðar bræði nokkurri - sem vonbrigðum; sýnilegum, ágæti drengur.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri, vitaskuld /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 04:01

6 identicon

Óskar, takk fyrir innlitið, en bræðin er enn til staðar, þitt innlegg á blogginu er gott enda til þess fallið að mönnum líki það, en talar þú eins og þú skrifar??

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 04:06

7 identicon

Og; sælir enn !

Guðmundur !

Já; með tilliti ti þess, að mín íslenzka, er nokkuð skotin 13. og 18. alda einkennum, í bland við þá 21., að þá geta frændur mínir - sem vinir og kunningjar vottfest, að ég tali, sem ég og; skrifi ágæti drengur.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 04:17

8 identicon

Takk Óskar, þú er sannur (Sheikspír okkar kynslóðar) ættir kannski að prófa þig í ritlistiinni hinni fornu?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband