Þeir ættu að lita í eigin barm, þessir skosku pilsklæddu nirflar!!

Skotar segjast vonsviknir með að  íslendingar hafi gengið út af fundi um stjórnun makrílveiða í Osló með norðmönnum, skotum, færeyingum og evrópusambandinu, og  segja ljóst að Ísland muni taka einhliða ákvörðun um makrílkvóta á næsta ári.

þeir segja:

"Það er mjög miður að Ísland skuldi ekki átta sig á mikilvægi skynsamlegrar stjórnunar á veiðunum.“

Hvernig hafa bretar og aðrar þjóðir  í EB hagað sér í fiskveiðistjórnun undanfarna áratugi?? þeir hafa nefnilega ofveitt og skilið miðin sín eftir auð og  tóm, enda ekki að ástæðulausu að þeir leita norðar til okkar, þangað sem fiskurinn hefur flúið, og vilja hafa eitthvað með málin að segja, en við látum einfaldega ekki vaða yfir okkur, og vonandi mun það ekki breytast.


mbl.is Lýsa vonbrigðum með viðbrögð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband