Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Stúlkan sem leitað hefur verið að í viku er fundin

Hvar hún hefur geta falið sig er ekki gott að segja, en gott að hún sé komin í leitirnar, fjöldskylda hennar hefur sennilega verið harmi sleginn þessa daga!
mbl.is Stúlka sem lýst var eftir fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er líka búið að loka Akureyrarflugvelli!

Skv frétt á MBL.is er búið að loka flugvellinum á Akureyri og er þá aðeins Egilstaðavöllur opinn sem stendur.
mbl.is Akureyrarflugvelli líka lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Mathiesen sekur!

skv úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur er Árni M Matt fyrrverandi fjármálaráðherra sekur um að hafa skipað Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara á Norðurlandi, þetta er enn eitt dæmið um spillingu sem viðgengst hefur um áratugaskeið og lengur í íslenskum stjórnmálum.

Hann ætlar að áfrýja og er fyrir vikið minni maður að mínu mati.


Nýr forstjóri Arion banka

Er þessi maður ekki bara einn af þeim þátttakendum í leikspili hrunsins, hann var stjórnandi hjá Eimskip, og við vitum allt um ástand þess fyrirtækis, annars þekki ég ekkert til hans, vona að að hann sér réttur maður í þetta starf.
mbl.is Höskuldur H. Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ber vorið í skauti sér, grillið?

 Nú er 22 apríll og það er enn kalt, fyrir mánuði kom hlýtt skot og garðurinn tók aðeins við sér hjá mér, en síðan ekki meir, kalt aftur og fjandans kuldi enn á ný, það er varla hægt að grilla hvað  þá meira!!!

 


Ekki borða mat frá Evrópu, þá verður þú sköllóttur!

Það eru skilaboðin sem Evo Morales forseti Bólivíu  færði heimsbyggðinni í dag, ætu þeir kjúklinga sem dælt hefði verið í hormónum yrður þeir örugglega getulausir! hananú
mbl.is Karlmennskan í hættu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólin farinn að sjást

Gott að sjá sólina á þessum guðs blessuðu stöðum!


mbl.is „Fólk er farið að sjá sólina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún hét Katla og var ráðskona í klaustri í Álftaveri. Um þetta segir svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Þetta eru frásagnir manna frá fyrrum tímum!

"Það bar við eitthvört sinn á Þykkvabæjarklaustri eftir að það var orðið múnkasetur að ábóti sem þar bjó hélt þar matselju eina er Katla hét. Hún var forn í skapi, og átti hún brók þá sem hafði þá náttúru að hvör sem í hana fór þreyttist aldrei á hlaupum. Brúkaði Katla brók þessa í viðlögum. Stóð mörgum ótti af fjölkynngi hennar og skaplyndi og jafnvel ábóta sjálfum. Þar á staðnum var sauðamaður er Barði hét. Mátti hann oft líða harðar átölur af Kötlu ef nokkuð vantaði af fénu þegar hann smalaði. Eitt sinn um haust fór ábóti í veislu og matselja með honum, og skyldi Barði hafa rekið heim allt féð er þau kæmu heim. Fann nú ei smalamaður féð sem skyldi. Tekur hann því það ráð að hann fer í brók Kötlu , hleypur síðan sem af tekur og finnur allt féð. Þegar Katla kemur heim verður hún brátt þess vís að Barði hefur tekið brók hennar. Tekur hún því Barða leynilega og kæfir hann í sýrukeri því er að fornum sið stóð í karldyrum og lætur hann þar liggja. Vissi enginn hvað af honum varð, en eftir sem leið á veturinn og sýran fór að þrotna í kerinu heyrði fólk þessi orð til hennar: "Senn bryddir á Barða". En þá hún gat nærri að vonska hennar mundi upp komast og gjöld þau er við lágu. Tekur hún brók sína, hleypur út úr klaustrinu og stefnir norðvestur til jökulsins og steypir sér þar ofan í að menn héldu, því hún sást hvörgi framar. Brá þá svo við að rétt þar eftir kom hlaup úr jöklinum er helst stefndi á klaustrið og Álftaverið. Komst þá sá trúnaður á að fjölkynngi hennar hefði valdið þessu. Var gjáin þaðan í frá nefnd Kötlugjá og plássið, sem þetta hlaup helst foreyddi, Kötlusandur"


Er Gos í KÖTLU eins alvarlegt og menn vilja halda?

Katla gaus síðast árið 1918, "Katla er fræg eldstöð í Mýrdalsjökli. Nafnið er upprunnið í gömlum munnmælum sem herma að fjölkunnug kerling valdi þar hamförum. Hún hét Katla og var ráðskona í klaustri í Álftaveri. Um þetta segir svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar. "

Mikið er gert úr gosi í henni Kötlu sem menn telja að fylgi Eyjafjallagosi, og bera fyrir sig sögum frá fyrri tíð, sem í þessu tilfelli er frá 1918, og sögur herma að hamfarir eigi sér ekki hliðstæður svo menn muni.

En hvernig eigum við að mæla þetta gos í Kötlu á þessum tímum? til eru hrikalegar frásagnir frá þessum tímum, og ef við aðeins stöldrum við og endurhugsum þetta á grunni nútímanns og ímyndum okkur að við værum stödd í Kötlugosi 1918, með þá tækni sem við höfum nú,  þá er samanburður ekki sanngjarn,  það voru ekki til flóðgarðar í þá daga sem gátu breytt farvegi flóða í þá átt er menn vildu, bændur þess tíma bjuggu ekki í torfkofum sem hleyptu ösku inn og  dýr gátu ekki komist í öruggt skjól þegar aska féll,  tæknivæddar tölvur og útreikningar á mögulegri hegðun á stefnu flóða er kunnu að koma frá gosstöðvum voru ekki til, jarðeðlisfræðingar hámenntaðir sem og aðrir vísindamenn voru ekki til, það voru engar flugsamgöngur til í heiminum,  hvernig er hægt að segja að þetta Kötlugos hafi verið verra en t.d. þetta gos í Eyjafjallajökli?

Er ekki bara  málið að þekkingin í dag hefur yfirtekið hluta heila okkar og gert okkur dofin gegn öllu þessu?

Hér er grein eftir Ara Trausta sem gaman er að lesa!

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=493134


Verksvið Forseta vors er ekki að fæla ferðamenn frá landinu!

Það er hlutverk forseta hvers lands og þá okkar um leið að sameina landið sem mest hann má eftir því hve best hann getur og á í raun að gera skv starfslýsingu forsetaembættisins. Hann á að reyna að efla dug og dá þjóðar og auglýsa hana sem slíka að öfund sé að.

Með því að útvarpa á erlendum sjónvarpsstöðvum að við eigum eftir að sjá enn meiri hörmungar með (Kötlugosi)  (You aint seen nothing yet)  er hann að hrinda frá landinu væntanlega ferðamenn í framtíðinni! Með þessari yfirlýsingu er hann að drepa niður kannski væntanlega framtíðarhorfur í ferðamannaiðnaði sumarsins!! Er það eitthvað sem ykkur finnst vænlegt? Og síðan má maður kannski spyrja sig, hvaða heimildir er hann með, er hann með vottorð frá einhverjum jarðeðlisfræðingi hér um að þetta sé það sem gerast muni?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband