Ef tími samstöðu er ekki núna, þá hvenær?

Það er ekki gaman að tala um peninga þessa dagana, eða flotta bíla og dýr penthouse á efstu hæð húsa við sjávarsíðuna,  hvort sem er í Reykjavík, New York eða öðrum álíka flottum borgum. Það er heldur ekki gaman að hlusta á fólk karpa fram og tilbaka um hvort þjóðin okkar sé að fara á hausin og allt að fara  til fjandans. Á hverjum degi hlustum við á fréttir, hvort sem er í  útvarpi eða sjónvarpi,  og alltaf er útgangspunkturinn sá sami, neikvæðni, við erum að fara niður til heljar.  

Ég neita að trúa því, né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu ástkæra föðurlandi geti kollvarpað öllu atvinnulífi, landbúnaði og sjávarútvegi sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, hljóðfráar þotur og þyrlur til að skjótast upp í sumarbústað, svo ekki sé minnst á fínu veislurnar með heimsfrægum poppurum og fínustu kokkum heims, og skrifuðu þetta allt hjá íslensku þjóðinni ! Gleymum  því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur og þotur) voru fengnar á 100%  láni frá bönkunum okkar, ég segi okkar því íslenska þjóðin átti þessa banka áður en ákveðin hópur stjórnmálamanna ákvað að gefa þá frá sér, skömmin er ævarandi þeirra, Ef þetta er ekki saknæmt, þá veit ég ekki hvað er.

Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða okkar væri meiri en oft áður?   Nú verðum við að breyta þessu, hvernig? jú, með því að vera samhuga í að láta jákvæðar fréttir vera í forgangi og ekki síst að láta flokkkspólítíska hagsmuni lönd og leið og vinna saman að sem bestu kjörum fyrir íslensku þjóðina, börnum okkar og barnabörnum til heilla í framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband