"Brabra" í garðinum

Fyrir um tveimum vikum eða svo ákváðu andarhjón ein að setja sig niður í bakgarðinn minn í Norðlingaholti Smile og eins og allir góðir dýravinir ákvað ég að stökkva til og gaf þeim sitt blessaða brauð sem og maður myndi gera niður á tjörn á á sunnudögum, nema það að á hverjum degi hafa þessi sömu góðu hjón, ég geri ráð fyrir að þetta séu alltaf þau sömu, þó ég í raun geti ekki fullyrt það með neinum rökum, þau jú eru öll svipuð útlits, komið í sína föstu heimsókn og var það alltaf um fjögurleytið á daginn, en nú síðustu daga hafa þau verið að koma tvisvar til þrisvar á dag!

En það er gaman að hugsa til þess að þessir fallegu fuglar skuli búa yfir því viti að koma inn í þéttvaxna byggð og lenda alltaf á sama stað og biðja um sitt brauð! Ég hef búið víða og aldrei kynnst þessu áður, gaman væri ef einhver ykkar hefði svipaða sögu að segja mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í fyrra vor, þ. 12. maí,  varð ég var við andahjón á vappi við blokkina þar sem ég bý, í Bökkunum. Ég veitti þeim eftirtekt í nokkra daga og gaukaði að þeim brauði, eins og nágrannar mínir gerðu einnig. Nokkrum dögum síðar hætti kollan að láta sjá sig, en steggurinn mætti reglulega. Ég gat mér þess til (og vonaði) að frúin væri of upptekin við að liggja á.

Nú, 6. maí, heyrði ég kvak fyrir utan, eitt kvöldið. Leit út og sá hvar hjónakornin voru mætt á ný. Ég hef reyndar ekki veitt þeim jafn mikla eftirtekt nú og fyrir ári, en um daginn sá ég stegginn einan á vappi fyrir utan. Vonandi að eggin séu komin í hreiðrið og allt sé í gangi.

Þar sem þau voru 6 dögum fyrr á ferð nú en í fyrra giskaði ég, vonaði og bloggaði, að það tákni að sumarið verði fyrr á ferð. Það er annars ekki hægt að kvarta yfir veðurblíðunni undanfarið og enn er maí ekki liðinn.

Brjánn Guðjónsson, 24.5.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gaman að þú skulir segja þetta, því ég gleymdi að nefna að síðustu tvo þrjá daga hefur kollan verið að koma ein stundum, og síðan steggurinn seinna, og núna í kvöld komu þau bæði.

Guðmundur Júlíusson, 24.5.2009 kl. 02:33

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Júlíus Björnsson, 24.5.2009 kl. 02:45

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Júlli, ert þú vakandi enn?

Guðmundur Júlíusson, 24.5.2009 kl. 02:55

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Varla enn, Gummi. 

Júlíus Björnsson, 24.5.2009 kl. 04:36

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll nýi spjallfélagi,

Löngum hefur verið ljóst að skynjunarvídd okkar mannfólksins er talin í örflögum samanborið við skynjun dýra.

Þannig hef ég fylgst með arnarhreiðrum hér í nágrenninu (í hæsta tré á golfvöllum) sem eru meir í ætt við varanlega framtíðarfasteign, frekar en tjald til einnar nætur.  Enda birtast sömu arnarhjónin ár eftir ár til að fjölga sínu kyni.

Krákur eru alveg sérfyrirbrigði, svartar líkar hröfnum,  þær halda sérstakar samkomur nákvæmlega á sama tíma, í sama garði á hverju kvöldi yfir sumartímann.  Það er eiginlega hægt að stilla klukkuna, þegar dofnar fyrir sólu og himininn verður svartur af þúsundum  kráka fljúgandi á sitt krákaþing.

Hvað skildu þær vera að krákast á um þar?   Það er okkur mannfólkinu hulin ráðgáta!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2009 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband