Ekki boðað til landsþings hjá Frjálslyndum!

Þetta eru fréttir! ákvörðun miðsjórnarfunds flokksins frá því  í kvöld að boða ekki til landsþings þýðir aðeins að formanni flokksins hafi tekist að bægja niður allar gagnrýnisraddir og eftir stendur flokkurinn sem áður, klofinn í herðar niður og algerlega "forbí" takk fyrir.


mbl.is Boða ekki til landsþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er ekki flokkur lengur. fjölskylduklúbbur frekar.

búið að eyðileggja þennan flokk sem ég hef kosið undanfarin ár.

forystan neitar að skilja að hennar tími er liðinn .. kjósendur treysta þeim ekki lengur .. og í staðin fyrir að segja sig úr forystu og hleypa nýjum að .. til að flokkurinn fengi traust að nýju og gæti lifað áfram .. að þá halda þeir áfram í störfum sínum ... sigla skútunni áfram .. vitandi það að hún er á leið í strand .. stýrimenn og bátsmenn vara skipstjóran ítrekað við því .. en hann hendir þeim fyrir borð og siglir í strand.

dapurlegur endir á góðum flokki.

fyrrverandi kjósandi Ff (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gæti ekki orðað þetta betur minn kæri  snildarræða.

Guðmundur Júlíusson, 30.4.2009 kl. 23:34

3 identicon

Vil aðeins geta þess að allir sem mættu á miðstjórnarfundinn voru svo til sammála um það að flokknum væri betur borgið með áframhaldandi stjórn og miðstjórn. Margt má eflaust betrumbæta en ekki teljum við farsælt að skipta um hest í miðri á ef má nota þá samlíkingu. Því uppgjöf heyrðist ekki frá neinum get ég fullyrt. Og flestir sem tóku til máls lýstu furðu sinni yfir því að aðilar sem komu ekki nálægt neinni vinnu í tengslum við þessar kosningar og gera ekki neitt nema rakka niður flokkinn skuli telja sig geta leiðbeint með framhaldið. Ef hinir aðilar sömu sjá ekki sóma sinn í því að halda sér frá lyklaborðinu ef þeir hafa einungis það fram að færa sem þeim í raun kemur ekki við ættu þeir að líta í eiginn barm. Og spyrja sig sjálfa? Hvað gerði ég til að auka fylgið? Hvað gerði ég til að koma á sáttum milli aðila? Og eflaust er margt fleira sem mætti telja upp. En eitt er ég með á hreinu að ég og þeir sem komu að kosningbaráttunni í Norðausturkjördæmi hafa hreina samvisku og við erum óskyld og teljumst því ekki í neinum fjöslkylduflokk.

Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Skynsemin réð og eindrægni ríkti á fundinum.

Sigurjón Þórðarson, 1.5.2009 kl. 00:03

5 identicon

skipta um hest í miðri á ?? því miður en áin er þornuð upp og spriklandi fiskar í árfarveginum ... ekki stutt í að þeir drepist.

Ef ég má nota þá samlíkingu.

Kjósendur í öllum kjördæmum lýstu algjöru vantrausti á flokkinn í þeirri mynd sem hann er.

Ef forrystan skilur það ekki, að þá held ég að best sé að leggja flokkinn niður.

Fylgið í NV kjördæmi tel ég vera vegna Sigurjóns Þórðarsonar. 

Er það ekki venjan þegar svona gerist í stjórnmálum að stjórn viðkomandi flokks segir af sér og tekur ábyrgð á hræðilegu gengi?

Hvergi mundu svona vinnubrögð vera liðin. Hvorki í öðrum flokki á Íslandi, né erlendis.

Ótrúleg vinnubrögð og mjög eðlilegt að kjósendur höfnuðu flokknum. Ef ekki er einusinni hægt að fara eftir reglum innan flokksins hvernig eiga kjósendur þá að treysta flokknum til að taka þátt í uppbyggingu landsins.

Enda fór sem fór. Núverandi forrysta verður bara að fara að opna augun og sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Þeirra tími er á enda og ef þeir hleypa ekki öðrum að, að þá mun flokkurinn deyja, með sín góðu málefni og góða fólk sem þar er inn á milli.

Maður er hreinlega miður sín yfir þessu.

Fyrrverandi kjósandi Frjálslynda  flokksins.

fyrrverandi kjósandi Ff (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:11

6 identicon

Hahaha skipta u hest í miðri á. Hvað er flokkurinn að gera núna sem er svo merkilegt? Ekki neitt! Hann er lamaður fyrir neðan hár, það er ekki hægt að koma með einhverja hallærislega og útúrpoppaða pólitíska frasa. Þetta hljómar svo kjánalega hjá henni Ólafíu að ég er nánast viss um að hún se að bulla :D

EF flokkurinn hverfur af þingi eins og hann gerði í seinustu kosningum þá þýðir það bara eitt: hann er dáinn.

Þá þarf að gera eitthvað, ekki tefla sama gamla ofétna kallinum sem enginn fýlar lengur. Ekki æla út úr sér klisjum og bulli og ætlast til að það vekji traust.

Traust vinna menn sér inn, það tókst ekki. Þá verður að skipta um menn\konur.

Tommi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband