Reykjavík / Róm

Nú er ekki gott að tala um peninga, eða flotta bíla eða jafnvel flott penthouse á efstu hæð húsa við sjávarsíðuna,  hvort sem er í Reykjavík, Róm eða öðrum álíka flottum borgum.Það er heldur ekki gaman né flott að hlusta á fólk karpa fram og tilbaka um hvort þjóðin okkar, Ísland,  og raunar allar þjóðir heims,  séu að fara á hausin og allt að fara  til fjandans. Á hverjum degi hlustum við á fréttir, hvort sem er í  útvarpi eða sjónvarpi,  og alltaf er útgangspunkturinn sá sami, neikvæðni, við erum að fara niður til heljar.  Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða manna og kvenna væri meiri en áður?   Nú er lag að breyta þessu, hvernig? jú, í vor á að kjósa á ný og það er aðeins í okkar valdi (kjósendanna) að breyta þessu.

Ég neita að trúa því, og, ég ætla  ekki að trúa né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu föðurlandi, geti kollvarpað öllu atvinnulífi, öllum landbúnaði, öllum sjávarútvegi, sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, og skuldsettu íslensku þjóðina fyrir herlegheitunum ! Gleymum  því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur) voru fengnar á 100%  láni frá Landsbankanum, ( hvar var verið að skoða veð vegna þessa lána ? )  Ef þetta er ekki saknæmt, þá heiti ég Jón!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband