"Að sitja fyrir" eða þannig

Það er ekki oft sem að maður verður kjaftstopp og hreinlega finnst sem maður þurfi að fá áfallahjálp, en engu að síður var það þannig sem mér leið þegar ég fór að átta mig á því hve alvarlegir þessir atburðir voru hér á Íslandi í kjölfar þessa þáttar Kastljóss á sunnudag, ég vissi að hér ríkti spilling af einum eða öðrum toga,og vafalaust ekki einn um það,  né heldur að hún næði svona djúpt inn í kjarnan sem eru lýðræðislega kjörnir menn og konur á alþingi Íslands! það er hrikalegt og óásættanlegt.

En það er líka mikilvægt að skoða hvernig þessum rannskóknarblaðamennskuaðferðum er háttað,við sáum í áðurgreindu Kastljósi að erlendur sjónvarspsmaður boðaði sig í viðtal við forsætisráðherra á röngum forsendum og í raun sat fyrir honum með öðrum fréttamanni sem birtist í lok viðtals og byrjaði að herja á ráðherranum með þunga! þetta fannst mér ekki í lagi, og er í raun fyrirsát af verstu gerð, þetta er aðeins gert í þeim eina tilgangi að fá aukið áhorf og aukna sölu á efninu, enda er þessi ágæti maður vanur því að sitja fyrir fólki, hefur gert talsvert af því eins og menn vita.

það er ljóst að á næstu dögum og vikum mun koma fram gríðarlega mikið af upplýsingum um virta menn í viðskiptalífinu og jafnvel í stjórnsýslunni sem hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu fræga!! og þá verða þessir sömu "fréttamenn" í startholunum með að segja frá og er það gott og vel, en það verður að vera á þann veg að fyllsta réttlætis sé gætt og nærgætni sé viðhöfð í hvívetna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Júlíus, ekki búast við neinni nærgætni eða réttlæti frá þessum skjalablaðamönnum. Þeir vilja eyðileggja menn.

Elle_, 8.4.2016 kl. 23:59

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæl Elle, ég heiti Guðmundur en ekki Júlíus!!!, en takk samt fyrir innlitiðwink

Guðmundur Júlíusson, 9.4.2016 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband