Tónlistarmyndbönd nútímanns eru úrkynjuð!

Ekkert fer eins í taugarnar á mér og tónlistarmyndbönd í dag, þau eru öll einhvernveginn á þann veginn að allt snýst um að litir og myndbrellur sameinist í einni allsherjar sinfóníu þar sem oftast nær sést ekki í flytjendur, hvorki söngvara né hljóðfæraleikara, dansarar eða álíka listamenn sýna listir sínar með stimamjúkum hreyfingum og í bakgrunn er eitthvað landslag sem kemur oftast laginu alls ekki við, og oftast er eina tengingin við munbandið það að maður heyrir lag viðkomandi flytjanda!!!

Ég man þá tíð að okkur bræðurna og vinina  hlakkaði til að sjá þætti í sjónvarpinu  með tónlilstarviðburðum þeirra sem þá voru vinsælastir, þar sem að þeir fluttu sín frægustu lög t.d. Rolling Stones, Elton John, Sweet eða hvað þeir allir hétu, þar sá maður þá flytja lög sín til okkar beint í æð, maður sá þá syngja og spila á hljóðfæri sín.

Tökum sem dæmi Eurovision lagið okkar, frábært dæmi um að þarna sé ekki staðið rétt að málum, við sjáum mynband okkar með Eyþór sem sjómann sem er hreint fáráðnlegt! hefði ekki verið betra að sjá kraftmikinn söngvara sem hann og  er sjást á sviði syngja af krafti í stað þess að vera að slægja karfa og synda i sjónum!!! ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband