Nubo: "Íslendingar veikgeðja og sjúkir"

Það slær mann óneitanlega að heyra þessi ummæli Nupos Kínverja, hann ávarpaði stjórnendur og nemendur CEIBS viðskiptaskólans í Sjanghæ  þar sem að hann var við nám á sínum tíma,

Nubo var fenginn til að halda stutta ræðu en hann fjallaði stuttlega um bankahrunið á Íslandi og afleiðingar þess á land og þjóð,  hann sagð :

„Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir," sagði Nubo. „Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði."°

 Ekki veit ég hvað fær manninn til að tala svona til Íslendinga en ég hvet þá norðanmenn til að íhuga alvarlega að eiga ekki viðskipti við þess konar menn, svona  getum við ekki liðið!!!

Huang Nubo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hann er greinilega að tala um ríkisstjórnina!

Eggert Guðmundsson, 21.7.2012 kl. 18:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Guðmundur, og gleðilegt sumar!

Mér sýnast þessi orð Huangs bera vitni um sama hroka og sjá megi af sístækkandi áformum hans um risaframkvæmdir hér á landi, nú með 100 lúxusvillum til viðbótar við risahótel, stækkun flugvallarins á Grímsstöðum, svo að kínverskt ríkisflug geti nú lent þar, og hafnargerð á Norðausturlandi.

Ögmundur þarf að beita sér gegn þessum áformum af fullum krafti, og það sem meira er: Það ber Alþingi einnig að gera, með því að herða lagareglur og setja nýjar lagagreinar sem koma í veg fyrir tiltækið. Hvar er stjórnarandstaðan, ætlar hún að sitja með hendur í skauti í þessu máli?!

Jón Valur Jensson, 21.7.2012 kl. 19:13

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Takk

Eggert og Jón, já maðurinn þarf að vera meira "dipló" en þetta til að heilla okkur íslendinga!

 Gaman að heyra í þér afur Jón minn, er búinn að vera  í fríi frá blogginu en hef alltaf fylgst með þér.

Guðmundur Júlíusson, 21.7.2012 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband