Segist hafa skotið Gaddafi

Ef rétt reynist, er ljóst að mikið ber á milli sagna um hvernig þetta allt átti sér stað, því er haldið er fram af  þjóðarráði uppreisnarmanna að  Gaddafi hafi lent á milli skothríðar uppreisnarmanna og eigin liðsmanna, en skv frásögn þessa manns er allt annað upp á teningnum!

„Ég skaut hann tvisvar. Önnur kúlan lenti í handarkrikanum, hin í höfðinu. Hann dó ekki strax. Það tók hálftíma," segir ungi maðurinn, sem heitir Sanad Sadek Ureibi.

Þá segir Ureibi að Gaddafi hafi ekki falið sig í skolpröri heldur hafi hann verið á gangi í Sirte með hópi barna.   „Hann var með hatt. Við þekktum hann á hárinu og maður frá Misrata sagði við mig: Þetta er Gaddafi, við náum honum." 

Ureibi segir að þeir hafi gripið í handleggi Gaddafis. „Ég sló til hans. Hann sagði við mig: Þú ert sonur minn. Ég sló hann aftur. Hann sagði: Ég er faðir þinn. Þá greip ég í hárið á honum og snéri hann niður." 

 

Mynd úr myndskeiði, sem birt var í dag af Gaddafi eftir að uppreisnarmenn náðu honum ...


mbl.is Segist hafa skotið Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband