Hvernig er hægt að skíra barnið sitt þetta?

Mig minnir til að manneskja hafi heitið Lofthæna!! en skv þessu er það bara þjóðsaga, og þó!!

Spurning

Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?

Svar
Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu.

Í Landnámu er minnst á tvær konur sem hétu Lofthæna, en önnur var dótturdóttir hinnar. Í Íslendingabók er að finna eina konu með þessu nafni. Hún hét Lofthæna Guðmundsdóttir (1842 - 1912) og bjó í Skaftafellssýslu.

Óvíst er hvaðan nafnið kemur. Einhverjar hugmyndir eru um að það sé gælunafn og að 'loftið' í nafninu sé notað í sömu merkingu og þegar talað er um efri hæð í húsi. Annar möguleiki, sem þykir líklegri, er að nafnið sé afbökun á gömlu erlendu nafni.


mbl.is Hvernig er hægt að skíra barnið sitt þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Loft og hæna getur getur merkt að hæna = hæna til sín. Við tölum líka um háaloft nefnu Loft líka Loftur.  Ég tel þetta vera ramm íslenskt líkingar mál. Hæna hænir hana, nú. Sú hænir loft eða á loft. Limur eða vera á á lofti.

Júlíus Björnsson, 14.8.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband