Kirkjan á að spara sem nemur um 9%

Á aukaþingi kirkjunar í Grensáskirkju var samþykkt ályktun ásamt þriggja manna nefnd að koma til móts við ríkisvaldið um sparnað vegna niðurkurðarkröfu ríkis fyrir árið 2011.

Þar er kveðið á um að skera þurfi verulega niður með einhverjum hætti, fækkun starfsfólks, endurskipulagningu, fækkun prófastdæma, sala fasteigna,  og svo framvegis.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig kirkjan mun vinna úr þessu.


mbl.is Kirkjunni gert að spara um 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hljóta að geta það eins og aðrir.

Sveinn (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 21:54

2 identicon

Hefði alveg mátt vera 50% niðurskurður.

Heimilin þurfa að skera niður um allavega 50% held ég. Því ekki kirkjan líka.

Óli (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:44

3 identicon

Rétt, sammála, því ekki?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Óskar

Kirkjan hefur svarað þessu, þeir ætla bara að spara 5% með skilyrðum þó.  Mennirnir hafa algjörlega misskilið þetta, það er verið að skipa þeim að spara, það er ekkert í boði fyrir aðrar stofnani að semja um þetta og þá ekki kirkjuna heldur að sjálfsögðu.  Takmarkalaus frekja í þessu trúarliði.

Óskar, 7.8.2010 kl. 23:09

5 identicon

Við skulum ekki vera að tala kirkjuna niður, ekki segja "þetta trúarlið" það er hreint og beint dónalegt, við erum allir kirkjunarfólk, og erum þar af leiðandi trúarfólk!! þú ert skírður og fermdur ekki satt?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:15

6 identicon

Kirkjunni var GERT að spara 9%. Þessu hafnar kirkjan en mér var ekki ljóst að hún hefði vald til að ákveða það. Þarf hún ekki að spara eins og allir aðrir og reyndar er henni gert að spara furðu lítið.

Áslaug Ragnars (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:31

7 identicon

Það er rétt, níu prósent er ekki mikið á blaði, en furðu mikið þegar að á heildina er litið, og verður annsi snúið fyrir kirkju að vinna eftir því, en kirkjan hefur mótmælt og vill aðeins að um fimm prósent niðurskurður verði!!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:43

8 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Aðskilnað ríkiis og kirkju strax. Ég neita að borga fyrir krosslaf og himnahöfðingjann, þeir sem á þá feðga trúa geta greitt fyrir þá sjálfir.

Sveinn Elías Hansson, 8.8.2010 kl. 08:06

9 identicon

Það segir allt sem segja þarf um ísland og sparnað... hér hendum við þúsundum milljóna í aðdáandaklúbb einhvers galdrakarls...
Það er árið 2010 sko.. ekki árið 10

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 09:01

10 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Prestar þjóðkirkjunnar myndu hækka ansi mikið í áliti hjá mér ef þeir tækju það upp hjá sjálfum sér að lækka laun sín niður í svosem eins og 200.000 kall á mánuði og hætta að rukka sérgjöld fyrir athafnir sem eru hluti af starfinu. Það munu þeir aldrei gera, því eins og Jesú sagði: "Sælir eru þeir sem hafa milljón á mánuði plús húsnæði, því þeir hafa milljón á mánuði! Partítæm!"

Þar sem ég var hvorki skírð né fermd og hef aldrei tilheyrt þjóðkirkjunni hlýt ég að mega kalla frekjuna í þjóðkirkjuliðinu sínu rétta nafni, ekki satt?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 8.8.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband