Er gosinu loks að ljúka ?

Stórlega virðist hafa dregið úr gosvirkni skv nýrri stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun HÍ, ekkert hraunrennsli er úr gígnum segja þeir.

Loks góðar fréttir og óskandi að þetta séu lokin og ekkert nýtt sé að koma svo sem gos úr Kötlu.


mbl.is Stórlega hefur dregið úr gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi er þessu að ljúka, það verður gott bæði fyrir menn og dýr og þá getur hafist uppbyggingarstarf þar sem öskufall hefur verið.

Jóhann Elíasson, 21.5.2010 kl. 20:50

2 identicon

Þetta er lognið á undan storminum.  Nú hefst næsti kafli:  Það opnast sprunga frá toppgígnum og niður í byggð og gýs af krafti.  Það myndast fjallshryggur frá jöklinum út í sjó, þannig að þegar gosi lýkur þarf að sprengja jarðgöng fyrir þjóðveginn. Öskufall verður mjög mikið, einkum við Faxaflóa, þannig að rætt verður í alvöru um að flytja höfuðborgina á annan og ekki svona afskekktan stað eins og hún er nú á !

Þórhallur Pálsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:06

3 identicon

Góðann daginn, þetta gæti einmitt verið eitt af grínum "besta flokksins"

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:13

4 identicon

hey ég heiti Kalli og mér lngar í ís

Kalli kalla (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:54

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þórhallur hvernig sérðu þetta! Nákvæm lýsing á því sem ég sé sunnan megin en það gýs líka í átt að óbyggðum!

Sigurður Haraldsson, 21.5.2010 kl. 22:44

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hvaða hvaða hrakspár eru þettu. Ég er búin að læra það að hlusta ekki á svona "sjámiðla" því í 99% tilvika hafa þeir rangt fyrir sér. Þeir ætla sér ekkert illt en eru að einhverju leiti athyglissjúkir þó ekki allir. Sumir eru það þó grófir að þeir taka pening fyrir en sem betur fer þá á það ekki við alla. En það versta er að þetta svokallandi alsjáandi fólk að þeirra eigin mati veldur mörgum öðrum ótta og skelfingu og það er ég ósátt við!!!

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.5.2010 kl. 23:52

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sólveig nú hætti ég að skrifa það sem ég hef skrifað stendur á blogginu, vonandi er þetta allt bull og vitleysa.

Sigurður Haraldsson, 21.5.2010 kl. 23:58

8 identicon

Vertu ekkert að hætta Sigurður, það er alltaf gaman að heyra álit manna.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 00:09

9 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ekki dæma allir sýnir sem rugl þó 99% sé það, því eftir stendur 1 prósent sem fer með rétt mál. Það eru bara svindlararnir sem fá mesta umfjöllun. Eftir stendur fólk sem einfaldlega sér vissa hluti fyrir en er ekkert að hrópa það, því eins og þú segir þá getur það skapað hræðslu við atburði sem enginn getur hvort sem er ekkert gert við.

Tómas Waagfjörð, 22.5.2010 kl. 00:10

10 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sigurður það sem ég er að segja að þið sem segist "sjá" hluti og skynja, veistu það að það veldur fólki oft óþarfa ótta . Það sem þú ert að skynja getur þessvegna skeð eftir 100 ár. Þú hefur engan tíma á þínum skynjunum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.5.2010 kl. 00:11

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er rétt Sólveig því ætti ég að þegja úr því sem komið er takk fyrir mig.

Sigurður Haraldsson, 22.5.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband