Afsökunarbeiðni Framsóknar

Það er greinilegt að Framsóknarflokkurinn er með öll vopn úti til atkvæðaveiða, nú hafa þeir í kjölfar mikillar umræðu um hrunið og skýrslan góða þá sett til hliðsjónar, gert upp við sig að þeir ætli að höfða til þeirrar umræðu hér um að afsökunarbeiðni frá öllum og engum sé það sem dugi, þeir veðja á þetta og verð ég að segja að mér þykir þetta ákaflega klént, eins og maðurinn sagði forðum daga!

"Sigmundur Davíð sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Valsheimilinu að Hlíðarenda í dag að ábyrgð flokksins væri mikil en þó mest á framtíðinni. Stjórnarflokkarnir væru fastir í fortíðinni og leyndarhyggja hefði náð nýjum hæðum."

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/framsokn-setur-ser-sidareglur-vid-berum-abyrgd-a-fortidinni-en-mest-a-framtidinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég ætla nú rétt að vona að þeir komi ekkert nærri framtíðinni. Nægur er skaðinn eftir þetta hyski úr fortíðinni, og ekki síður úr nútíðinni.

Hamarinn, 24.4.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég ætla bjóða mig fram með 10 afsökunarbeiðnir og tvær iðranir. Alveg búinn að gleyma fortíðinni.

Júlíus Björnsson, 25.4.2010 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband